Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 10:00 Jean-Pierre Rivere, forseti Nice, fyrir miðju að ræða Christophe Galtier, þjálfara félagsins (t.h.) ogThierry Oleksiak, aðstoðarþjálfara, eftir að leikurinn gegn Marseille var stöðvaður. John Berry/Getty Images Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira
Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo segir að stormurinn muni lægja undir stjórn Amorim Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Sjá meira