Forseti Nice sakar leikmenn Marseille um lygar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 10:00 Jean-Pierre Rivere, forseti Nice, fyrir miðju að ræða Christophe Galtier, þjálfara félagsins (t.h.) ogThierry Oleksiak, aðstoðarþjálfara, eftir að leikurinn gegn Marseille var stöðvaður. John Berry/Getty Images Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice. Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Það sauð upp úr í leik Nice og Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var. Dimitri Payet, leikmaður Marseille, fékk þá vatnsflösku í hnakkann og brást við með því að grýta henni til baka, það er upp í stúku. Stuðningsfólki Nice var ekki skemmt og óð inn á völlinn svo uppi varð mikill fótur og fit. Sumir leikmenn Marseille, þar á meðal Matteo Guendouzi, hafa stigið fram og sagst vera með áverka eftir stuðningsfólk Nice. Jean-Pierre Rivere telur það vera eintóma þvælu. Hann gengur svo langt að segja að leikmenn Marseille hafi falsað myndir þar sem sýna þá áverka sem þeir urðu fyrir. „Fyrir utan þessar myndir – sem eru út um allt – þá urðu leikmenn Marseille ekki fyrir neinu ofbeldi,“ sagði Rivere í viðtali við franska íþróttamiðilinn L´Équipe. Svo virðist sem Rivere hafi myndir sem sýni fram á að Guendouzi hafi ekki verið með nein för á hálsi er hann yfirgaf völlinn. Jacques Cardoze, fjölmiðlafulltrúi Marseille, segir félagið hafa sannanir fyrir því að leikmennirnir hafi í raun verið með för á hálsi. Félagið mætir vopnað læknisvottorðum er það mætir til yfirheyrslu hjá franska knattspyrnusambandinu síðar í dag til að ræða hvað fór fram á sunnudaginn var. Yfirvöld í Nice hafa nú þegar tekið ákvörðun að stúkan þar sem lætin áttu sér stað verði lokuð í næstu fjórum heimaleikjum liðsins. Þá hefur maður verið handtekinn fyrir að vera orsök þess sem átti sér stað. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Nice þegar allt fór fjandans til. Daninn Kasper Dohlberg hafði komið heimamönnum yfir snemma leiks en Nice var dæmdur 3-0 sigur þar sem Marseille neitaði að koma út og klára leikinn eftir að stuðningsfólkið var á bak og burt. Hvort þau úrslit standi á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti