Eflum heilsugæsluna Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:00 Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar