Stjórnmál eru leiðinleg og koma mér ekki við Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun