Pique nýtir sér vinsældir Messis Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Lionel Messi og Gerard Pique voru afar sigursælir saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi. Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira