Í umhverfismálum koma lausnirnar frá hægri Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 15:31 Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Loftslagsmálin eru ein af stærstu verkefnum okkar kynslóðar og við erum öll sammála um mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða. Markmið okkar allra hlýtur að vera að við spornum við frekari hlýnun jarðar af mannavöldum. Þess vegna er svo mikilvægt að við veljum vandlega réttu leiðina að þessu markmiði okkar og að aðgerðirnar skili árangri. Orkumál eru loftslagsmál Tækifærin í orkumálum eru einmitt til þess fallin að auka styrk okkar í loftslagsmálum. Við munum þó ólíklega ná settum markmiðum okkar nema með því að fá atvinnulífið með okkur í för. Það eru grænu verkefnin tengd atvinnulífinu sem við þurfum helst að horfa til. Bæði umhverfisins vegna og þeirrar björtu framtíðar sem blasir við Íslandi ef við nýtum tækifærin til grænnar orkuuppbyggingar í þágu okkar, atvinnulífsins og umhverfisins. Orkuskiptin eru okkar leið Sjálfstæðisflokkurinn vill að Ísland verði fyrsta landið þar sem bílar, skip og flugvélar nýta eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Þetta eru allt raunhæf markmið. Með því að stíga þetta skref getum við hætt að flytja inn, erlendis frá, mengandi jarðefnaeldsneyti og nýtt þess í stað hreina íslenska orku. Þetta væri risastórt framlag til umhverfisins og mundi um leið auka atvinnu, spara gjaldeyri og bæta lífskjör okkar allra. Hvað þarf að gera? Orkuskiptin kalla á aukið framboð raforku og við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta alveg skýrt. Aðrir flokkar tala fyrir orkuskiptum en neita því miður að horfast í augu við staðreyndir. Við þurfum að búa til meiri hreina íslenska endurnýjanlega orku ef við viljum hjálpa umhverfinu. Hjá því verður ekki komist ef raunveruleg orkuskipti eiga að geta orðið að veruleika. Rafmagn út um allt Á síðustu misserum hefur algjör sprenging orðið í sölu á rafhjólum, rafbílum og rafskutlum. Þetta er ekki síst vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn dró verulega úr skattheimtu á þessi tæki sem leiddi til þess að verð til neytenda lækkaði. Okkar aðgerðir hafa virkað. Á sama tíma eru vinstri flokkarnir sem mynda borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkurborgar á algerum villigötum. Hleðslustöðvarnar sem ON setti upp standa engum til gagns vegna klúðurs og stefnuleysis. Borgarstjórn tókst ekki einu sinni að kaupa rafmagn af sjálfri sér! Loftslagsmálin eru aðkallandi og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem er með lausnirnar. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar