Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Leikskólabörn á Hvolsvelli sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna. Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira