Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 27. ágúst 2021 21:31 Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri heilsugæslunnar Höfða. Vísir Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til heilbrigðisráðuneytisins árið 2017 að gera úrbætur á rekstrarforsendum gagnvart einkareknum heilsugæslustöðvum. Þrjú atriði voru tilgreind sem hugsanleg mismunun; opinberar stöðvar þurfi hvorki að greiða virðisaukaskatt af keyptri þjónustu né tryggingar fyrir starfsfólk sitt, auk þess sem rannsóknarkostnaður þeirra sé mun lægri. „Einkareknu stöðvarnar eru að borga um þrjátíu prósent meira heldur en opinberu stöðvarnar og ætli það séu ekki önnur þrjátíu prósent sem stöðvar úti á landi borga umfram það sem einkareknu stöðvarnar þurfa að borga. Og í okkar tilfelli á Höfða þá er þetta sirka tíu prósent útgjalda varðandi læknisþjónustu,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, forstjóri Heilsugæslunnar Höfða. Það séu 1,2 stöðugildi, sem Gunnlaugur segir að myndi breyta heilmiklu fyrir þjónustuna á heilsugæslunni. Hann segir heilbrigðisráðuneytið hafa hunsað tilmæli Samkeppniseftirlitsins. „Nú er það þannig að heilbrigðisþjónusta er undanskilin samkeppnislögum þannig að Samkeppniseftirlitið getur ekki skyldað hið opinbera til að fara að tilmælunum en þetta eru tilmæli því þeir sjá að þarna er klár mismunun í gangi og nú eru liðin fjögur ár og þetta hefur verið algjörlega hunsað,“ segir Gunnlaugur. Hann segir þetta ekki síður mismunun gagnvart þeim sextíu þúsund manns sem sæki þjónustu hjá þeim fjórum einkareknu heilsugæslustöðvum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu. Mögulega fari málið fyrir dómstóla. „Við þyrftum þá bara að hefja mál, fara bara fyrir dómstóla. Og jú, við höfum alveg velt því fyrir okkur.“ Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Samkeppnismál Heilsugæsla Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“