Grænlendingar kaupa sex hraðfleygar farþegaþyrlur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2021 13:13 Flugmenn Air Greenland, Tonny, til vinstri, og Gunnar, til hægri, millilenda á Egilsstöðum og Ísafirði í dag í ferjufluginu með fyrstu Airbus-þyrluna til Grænlands. Air Greenland Grænlenska flugfélagið Air Greenland, sem er í eigu landsstjórnar Grænlands, hefur keypt sex þyrlur af gerðinni Airbus H155. Fyrsta þyrlan kemur við á Íslandi í dag á leiðinni frá Evrópu til nýrra heimkynna og lenti hún á Egilsstöðum klukkan 12.40 til eldsneytistöku. Þaðan áætla flugmennirnir að fara í loftið klukkan 13.30 áleiðis til Ísafjarðar með lendingu þar um klukkan 15.30 en þaðan verður svo flogið áfram til Kulusuk. Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq. Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Þyrlurnar eru keyptar notaðar af fyrirtæki í Oostende í Belgíu og verða þær ferjaðar í áföngum til Grænlands á næstunni með millilendingu á Bretlandseyjum, Færeyjum og Íslandi. Fyrsta þyrlan lagði af stað á miðvikudag og flaug þann daginn til Hjaltlandseyja með viðkomu í Norwich, Newcastle og Aberdeen. Á Hjaltlandi biðu flugmennirnir færis þar til í morgun að þeir flugu til Færeyja og síðan til Íslands. Airbus-þyrlurnar leysa af eldri þyrlur Air Greenland af gerðinni Bell 212 og er einkum ætlað að sinna farþegaflugi innanlands milli byggða á Grænlandi. Þær koma með tíu farþegasætum auk farangursrýmis. Fljótlegt er að fjarlægja farþegasætin ef nota á þyrlurnar til fraktflugs eða sjúkraflugs en ætlunin er einnig að þær nýtist til leitar- og björgunarflugs. Þyrlum af gerðinni Bell 212 verður skipt út fyrir Airbus-þyrlurnar.Air Greenland Airbus H155 eru hraðfleygustu þyrlur á markaðnum í sínum flokki, fljúga á yfir 260 kílómetra hraða meðan Bell-þyrlurnar fljúga á 185 kílómetra hraða. Þá hafa Airbus-þyrlurnar allt að 784 kílómetra flugdrægi og eru þannig ríflega tvöfalt langdrægari en Bell-þyrlurnar, en flugdrægi þeirra er 370 kílómetrar. Vegna komu þeirra þarf að reisa nýtt flugskýli í bænum Upernavik og stækka skýli í bæjunum Qaanaaq og Tasiilaq.
Grænland Fréttir af flugi Múlaþing Ísafjarðarbær Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira