Efla þarf námstækifæri fullorðinna Hólmfríður Árnadóttir, Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 30. ágúst 2021 09:02 Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar