Innilokaður í tíu daga en hélt lífi í vonum KR: „Ekki planið að ég spilaði“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 08:50 Kristinn Jónsson hefur verið algjör lykilmaður í liði KR síðustu ár. Vísir/Hulda Margrét Eftir að hafa verið lokaður inni í eigin húsnæði í tíu daga á meðan hann jafnaði sig af kórónuveirusmiti fékk Kristinn Jónsson óvænt að koma inn á í leik KR gegn Leikni í fyrradag. Hann var ekki ryðgaðri en svo að hann skoraði bæði mörk KR í afar dýrmætum 2-1 sigri í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn. Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
„Það er bara jákvætt að maður sé farinn að pota inn einhverjum mörkum. Kannski sérstaklega í ljósi þess að það var ekki planið fyrir leik að ég spilaði neitt. Þetta bara fór þannig að maður fékk nokkrar mínútur í seinni hálfleik og bara gaman að því,“ sagði Kristinn við Vísi. Hann kom inn á gegn Leikni á 64. mínútu og skoraði svo tvö mörk, í annað sinn á ferlinum. Með sigrinum á KR enn möguleika á að ná Evrópusæti en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. KR er í 4. sæti og nú aðeins stigi á eftir Val. Kristinn veiktist eftir 1-0 sigur KR gegn HK í Kórnum 16. ágúst. Liðsfélagar hans fóru því í sóttkví og fresta þurfti leik við ÍA sem KR vann svo síðastliðinn miðvikudag. Kristinn var þá enn í einangrun vegna smitsins. „Ég losnaði úr einangrun á miðnætti á föstudaginn og var búinn að vera lokaður inni í tíu daga. Ég var því ekkert búinn að hreyfa mig að neinu viti eða gera neitt í talsverðan tíma fyrir leikinn við Leikni. Við ætluðum bara að hafa mig til taks á bekknum ef að eitthvað óvænt kæmi upp og planið fyrir fram var ekki að nota mig,“ sagði Kristinn. Hann hefur hins vegar lítinn áhuga á að nota sömu rútínu fyrir fleiri leiki, það er að segja að loka sig inni í fleiri daga: „Nei, svona helst ekki,“ sagði Kristinn hlæjandi. Aðeins meira en venjuleg flensueinkenni „Þetta er ekki skemmtilegt líf, eins og fólk kannast eflaust við þessa dagana, að vera lokaður inni hjá sér í sóttkví eða einangrun. Ég fékk beinverki og frekar ljótan hósta, og slappleika, í svona fjóra daga eða svo. Þetta var ekkert meira en það. Svona aðeins meira en venjuleg flensueinkenni. Ég var svo búinn að vera einkennalaus í fjóra daga áður en ég losnaði úr einangrun, en ekki búinn að hreyfa mig mikið nema með því að labba um íbúðina og eitthvað slíkt,“ sagði Kristinn. Kristinn er ekki búinn að afskrifa möguleikann á að verða Íslandsmeistari en myndi annars kjósa að Breiðablik landaði titlinum.vísir/hulda margrét Eins og fyrr segir á KR enn möguleika á að enda meðal þriggja efstu liða deildarinnar og komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Þrjú Evrópusæti eru í boði á Íslandi en ef að bikarmeistararnir enda ekki meðal þriggja efstu liða deildarinnar munu aðeins tvö efstu liðin fá Evrópusæti. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni og Breiðablik efst með 41 stig, Víkingur næst með 39, Valur með 36 og KR 35. „Eins og þetta er að spilast þá er þetta fljótt að breytast. Það eru níu stig eftir í pottinum og við eigum eftir innbyrðis leik við Víkinga þannig að ef að við gerum okkar þá er Evrópusætið okkar. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Kristinn. Ef ekki KR þá Breiðablik Ef að KR nær ekki að landa titlinum viðurkennir Kristinn að honum hugnist best að Breiðablik landi sínum öðrum Íslandsmeistaratitli: „Ég á marga félaga í Breiðabliki. Í dag eru þeir hins vegar mótherjar mínir og að sjálfsögðu vonast ég til þess að þeir tapi stigum á lokasprettinum og að við vinnum okkar leiki. Á meðan að við eigum möguleika vonar maður að sjálfsögðu að hin liðin tapi. En ég viðurkenni það, að af þessum þremur liðum þá vona ég að þeir félagar og vinir sem ég á í Breiðabliki komi til með að klára dæmið, ef það verða ekki við,“ sagði Kristinn.
Pepsi Max-deild karla KR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00 Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Lof og last: Sóknarleikur Blika, markvörslur Ingvars, Kiddi Jóns, Marley Blair og reynsluboltar Fylkis Enn einni umferðinni Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvö daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. 30. ágúst 2021 14:00
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00