„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 21:53 Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Vísir Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur. Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur.
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38
Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53