Afgreiðsla alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu Theódór Skúli Sigurðsson, Steinunn Þórðardóttir og Reynir Arngrímsson skrifa 31. ágúst 2021 08:00 Íslendingar eru eina norræna þjóðin sem ekki hefur enn innleitt löggjöf sem tekur til refsiábyrgðar gagnvart starfsfólki í heilbrigðisþjónustu vegna alvarlegra atvika. Í ljósi þess gríðarlega álags sem hvílir á íslensku heilbrigðisstarfsfólki þurfa stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að einstakir heilbrigðisstarfsmenn séu lögsóttir og sakfelldir vegna kerfislægra vandamála, m.a. undirmönnunar, sem beinlínis eykur hættu á mistökum. Mikilvægt er að koma á farvegi fyrir tilkynningar og samskipti sem taka tillit til sérstakra rannsóknarhagsmuna innan heilbrigðiskerfisins. Viðurkenna þarf refsiábyrgð vinnuveitanda þar sem hún á greinilega við í stað þess að heilbrigðisstarfsmaður sé persónulega sóttur til saka eftir atvik sem fyrst og fremst á rætur að rekja til starfsumhverfis og of mikils álags. Ábyrgð stjórnenda á kerfislægum mistökum vegna ófullnægjandi starfsaðstæðna, undirmönnunar og óhóflegs álags þarf að vera skýr. Þrátt fyrir skýrslu og tillögur sérstaks starfshóps sem velferðarráðherra skipaði frá 2015 um úrvinnslu alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins hafa engar skýrar úrbætur orðið. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks er því áfram óljós auk þess sem afgreiðsla slíkra mála innan stjórnkerfisins er of tímafrek. Hver er staðan, svör óskast Félag sjúkrahúslækna, Læknaráð Landspítala og Læknfélag Íslands vilja því spyrjast fyrir um núverandi stöðu þess mikilvæga málaflokks innan stjórnkerfisins. Erindinu er beint bæði til þeirra sem bera ábyrgð á stjórnsýslu þessa málaflokk og þeirra stofnanna sem áttu fulltrúa í starfshópnum, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis (áður innanríkisráðuneytis), Embættis landslæknis, Ríkissaksóknara og Landspítala. Tillögur starfshópsins voru eftirfarandi og spurningar okkar um eftirfylgni þeirra fylgja. • Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Hefur þessi reglugerð verið sett eða undirbúningur hafinn að vinnu hennar? • Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessi fyrirmæli verði gefin út eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessar verklagsreglur verið settar eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Hefur þetta samstarf verið skipulagt og hefur verið komið á fót vettvangsrannsóknarteymi eða skoðað hvort tilefni sé til að koma því á laggirnar? • Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Hefur verið skýrt nánar eða betur í lögum hvaða óvæntu dauðsföll eigi að tilkynna til lögreglu eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Tekið verði upp samræmt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Hefur samræmt skráningarkerfi verið innleitt eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Hefur ákvæði um ofangreinda hlutlæga refsiábyrgð verið endurskoðað í almennum hegningarlögum eða undirbúningur hafinn að þeirri vinnu? • Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Hafa embætti landlæknis og lögregla fengið sérstakt fjármagn til ráðast í ofangreindar úrbætur í þessum málaflokki eða hefur verið gert úttekt á því hvaða fjármuni gæti verið um að ræða? Málþing um þessi mál verður á dagskrá á Læknadögum 2022 að undirlagi Félags sjúkrahúslækna og verður fulltrúa ráðuneyta og embætta boðin þátttaka. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna Steinunn Þórðardóttir, formaður læknaráðs Landspítala Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina norræna þjóðin sem ekki hefur enn innleitt löggjöf sem tekur til refsiábyrgðar gagnvart starfsfólki í heilbrigðisþjónustu vegna alvarlegra atvika. Í ljósi þess gríðarlega álags sem hvílir á íslensku heilbrigðisstarfsfólki þurfa stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að einstakir heilbrigðisstarfsmenn séu lögsóttir og sakfelldir vegna kerfislægra vandamála, m.a. undirmönnunar, sem beinlínis eykur hættu á mistökum. Mikilvægt er að koma á farvegi fyrir tilkynningar og samskipti sem taka tillit til sérstakra rannsóknarhagsmuna innan heilbrigðiskerfisins. Viðurkenna þarf refsiábyrgð vinnuveitanda þar sem hún á greinilega við í stað þess að heilbrigðisstarfsmaður sé persónulega sóttur til saka eftir atvik sem fyrst og fremst á rætur að rekja til starfsumhverfis og of mikils álags. Ábyrgð stjórnenda á kerfislægum mistökum vegna ófullnægjandi starfsaðstæðna, undirmönnunar og óhóflegs álags þarf að vera skýr. Þrátt fyrir skýrslu og tillögur sérstaks starfshóps sem velferðarráðherra skipaði frá 2015 um úrvinnslu alvarlegra atvika innan heilbrigðiskerfisins hafa engar skýrar úrbætur orðið. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks er því áfram óljós auk þess sem afgreiðsla slíkra mála innan stjórnkerfisins er of tímafrek. Hver er staðan, svör óskast Félag sjúkrahúslækna, Læknaráð Landspítala og Læknfélag Íslands vilja því spyrjast fyrir um núverandi stöðu þess mikilvæga málaflokks innan stjórnkerfisins. Erindinu er beint bæði til þeirra sem bera ábyrgð á stjórnsýslu þessa málaflokk og þeirra stofnanna sem áttu fulltrúa í starfshópnum, þ.e. heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis (áður innanríkisráðuneytis), Embættis landslæknis, Ríkissaksóknara og Landspítala. Tillögur starfshópsins voru eftirfarandi og spurningar okkar um eftirfylgni þeirra fylgja. • Velferðarráðuneytið vinni reglugerð um viðbrögð og rannsókn Embættis landlæknis á óvæntum, alvarlegum atvikum og óvæntum dauðsföllum. Hefur þessi reglugerð verið sett eða undirbúningur hafinn að vinnu hennar? • Ríkissaksóknari gefi út fyrirmæli til handa lögreglu um rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessi fyrirmæli verði gefin út eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Unnar verði verklagsreglur hjá Embætti landlæknis og lögreglu þar sem samstarf þessara stjórnvalda verði nánar útfært varðandi rannsókn óvæntra, alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu og óvæntra dauðsfalla. Hafa þessar verklagsreglur verið settar eða undirbúningur hafinn að vinnu þeirra? • Mælt er með því að Embætti landlæknis og lögregla skipuleggi samstarf um rannsóknaraðgerðir, til dæmis með því að koma á fót vettvangsrannsóknarteymi. Hefur þetta samstarf verið skipulagt og hefur verið komið á fót vettvangsrannsóknarteymi eða skoðað hvort tilefni sé til að koma því á laggirnar? • Skýra þarf nánar í lögum hvaða óvæntu dauðsföll ber að tilkynna til lögreglu. Hefur verið skýrt nánar eða betur í lögum hvaða óvæntu dauðsföll eigi að tilkynna til lögreglu eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Tekið verði upp samræmt skráningakerfi um skráningu, úrvinnslu og eftirfylgd atvika um allt land. Hefur samræmt skráningarkerfi verið innleitt eða undirbúningur hafinn að slíkri vinnu? • Innanríkisráðuneytið taki til skoðunar hvort rétt sé að bæta ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð í almenn hegningarlög. Hefur ákvæði um ofangreinda hlutlæga refsiábyrgð verið endurskoðað í almennum hegningarlögum eða undirbúningur hafinn að þeirri vinnu? • Embætti landlæknis og lögreglu verði tryggt fjármagn til að ráðast í aðgerðir til að bæta verklag á þessu sviði. Hafa embætti landlæknis og lögregla fengið sérstakt fjármagn til ráðast í ofangreindar úrbætur í þessum málaflokki eða hefur verið gert úttekt á því hvaða fjármuni gæti verið um að ræða? Málþing um þessi mál verður á dagskrá á Læknadögum 2022 að undirlagi Félags sjúkrahúslækna og verður fulltrúa ráðuneyta og embætta boðin þátttaka. Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna Steinunn Þórðardóttir, formaður læknaráðs Landspítala Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna
Heimildir: Skýrsla starfshóps um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu frá 2015 Áskorun til stjórnvalda: Ábyrgð á valds blaðagrein í Kjarnanum Viðtal við Ólaf Baldursson framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum í Læknablaðinu Viðtal við Ölmu Möller landlækni í Læknablaðinu um ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun