Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 10:33 Alsír var síðasta ríkið til að hætta notkun blýblandaðs bensíns. AP/Anis Belghoul Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira