Já, hvert ertu að fara Brynjar? Daði Már Kristófersson skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar