Mælum það sem skiptir máli Halldóra Mogensen skrifar 1. september 2021 10:30 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Efnahagsmál Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun