Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 14:41 Í sumar hefur Menningarhúsið Hof á Akureyri verið vinsæll áfangastaður krakka og unglinga sem freista þess að kæla sig niður í hitanum með því að stökkva í sjóinn. Vísir/Tryggvi Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti. Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti.
Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43