Ógæfuför Hálendisfrumvarpsins Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. september 2021 10:00 Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun