Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2021 20:31 reykjavíkurborg Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek. Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. Við Skólavörðustíginn verða miklar breytingar samkvæmt þessari forhönnun. Þar verður lögð áhersla á mannlíf, gróður og lýsingu. reykjavíkurborg Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/egill „Hér erum við kannski í hjarta þessa svæðis. Hér verður borgargarður þar sem verða ólík beð sem túlka hvert sína árstíðina. Þannig að ég hvet fólk til að skoða tillögurnar. Þær eru mjög skemmtilegar,“ segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. reykjavíkurborg Hér sjáum við það svæði sem mun taka stakkaskiptum allt frá Klapparstil, Vegamótastíg niður Laugaveginn allt og að hluta Bankastrætis. reykjavíkurborg „Við munum áfangaskipta þessu aðeins til að létta byrðarnar. Þannig að það verði ekki rask í miðborginni fyrir þá verslun og þjónustu sem hér er. Ég reikna þá ekki með að þetta taki eitt ár heldur kannski tvö, þrjú eða fjörgur,“ segir Pawel. Af myndum að dæma hefði maður fyrirfram kannski áhyggjur af aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu en Pawel segir hugsað fyrir því. reykjavíkurborg „Já það er tryggt að gatan sé akfær í samræmi við lög á öllum stöðum. Þannig að það er þá annað hvort hægra meginn eða vinstra meginn þar sem þeir geta farið yfir. En auðvitað er heildartilgangur þessarra breytinga að lyfta götunum upp sem göngusvæði en ekki sem akvegi,“ segir Pawel. reykjavíkurborg Og formaður skipulags- og samgönguráðs er sannfærður um að þetta verði menningarlífi og verslun miðborginni til framdráttar. „Ef við skoðum stöðuna í dag sjáum við að það er heilmikið líf hér á fimmtudegi í september. Þessar breytingar munu svo sannarlega ekki gera það neitt verra,“ segir Pawel Bartoszek.
Reykjavík Skipulag Göngugötur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira