Ólögmætur stóreignaskattur Teitur Björn Einarsson skrifar 3. september 2021 16:01 Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. Þvert á það sem Jóhann Páll heldur fram hefur Alþingi ekki mikið og rúmt svigrúm til að skattleggja hvern og einn eins og löggjafanum sýnist. Nægir í þeim efnum að líta til 40. gr og 77. gr. stjórnarskrár Íslands. Þá verður Alþingi að leggja á skatt með lögum að teknu tilliti til jafnræðisreglunnar og eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Fordæmi Hæstaréttar um þessa þýðingarmiklu stjórnskipunarreglu eru mörg. Í dómi Hæstaréttar, nr. 726/2013, var fjallað um lögmæti auðlegðarskattsins, sem vinstri stjórnin kom á tímabundið á árunum 2010 til 2012. Hæstiréttur dæmdi skattinn lögmætan á þeim forsendum að hann væri tímabundinn og líta þyrfti til þeirra aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu við fall viðskiptabankanna og tekjuhruns ríkissjóðs. Nánar tiltekið segir í forsendum dómsins um eignarréttarspurninguna: „Við úrlausn um hvort lagaákvæðin um auðlegðarskatt séu stjórnskipulega gild verður að horfa til þess við hvaða aðstæður lögin voru sett og hvert hafi verið markmið þeirra, hvers eðlis skatturinn er og hver sé upphæð hans.“ Hæstiréttur horfði þannig sérstaklega til þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi voru í þjóðfélaginu og að skatturinn væri tímabundinn. Hæstiréttur tiltekur að löggjafinn hafi rúmt svigrúm til að meta þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu. Um það er ekki deilt. En útfærsla skattsins og upphæð hans verða að rúmast innan þeirra skilyrða sem Hæstiréttur tiltekur í dómnum til að slík skattlagning standist áskilnað stjórnarskrárinnar. Jóhann Páll nefnir sérstaklega að Samfylkingin ætli að nýta svigrúm ríkissjóðs til að efna kosningaloforð sín. Augljóslega liggja þau sjónarmið ekki að baki skattlagningunni að slíkur vandi steðji að ríkissjóði að grípa verði til stóreignaskatts. Þá getur Jóhann Páll þess ekki að slíkur skattur verði tímabundinn. Það er merkilegt að flokkur eins og Samfylkinginn, sem leggur mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá en raun ber vitni. Rétt er að minna Jóhann Pál á að ef hann nú verður kosinn á þing þá ber honum að vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Hún er í gildi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun