Farsakennd atburðarrás í Brasilíu | Þremur byrjunarliðsmönnum skipað í sóttkví Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 19:46 Brazil v Argentina - FIFA World Cup 2022 Qatar Qualifier SAO PAULO, BRAZIL - SEPTEMBER 05: Health staff members argue with Head coach of Argentina Lionel Scaloni (C) and players of Brazil and Argentina during a match between Brazil and Argentina as part of South American Qualifiers for Qatar 2022 at Arena Corinthians on September 05, 2021 in Sao Paulo, Brazil. (Photo by Alexandre Schneider/Getty Images) Alexandre Schneider/Getty Images Leikur Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM sem fram fer í São Paulo í Brasilíu var stöðvaður snemma leiks vegna brasilískra heilbrigðisstarfsmanna. Þeir segja fjóra leikmenn Argentínu vera að brjóta sóttvarnarlög. Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð. Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Leikurinn hófst klukkan 19:00 að íslenskum tíma en þegar hann var skammt á veg kominn var hann stöðvaður. Starfsfólk brasilískra heilbrigðisyfirvalda í fylgd lögreglumanna benti þá á að fjórir leikmenn Argentínu ættu að vera í sóttkví. Video of World Cup qualifier being stopped in Brazil over English-based Argentina players quarantine status with health officials going on the pitch pic.twitter.com/vKFvcdIycG— Rob Harris (@RobHarris) September 5, 2021 Þessir fjórir leikmenn leika allir á Englandi, en fólk sem kemur þaðan á að fara í sóttkví við komu til Brasilíu. Leikmennirnir eru Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa. Þeir þrír fyrrnefndu voru allir í byrjunarliði Argentínu en Buendía var ekki í leikmannahópi Argentínu. Þeim var skipað að yfirgefa völlinn og leikurinn því í upplausn. Það leið og beið í rúman hálftíma án þess að leikurinn færi aftur af stað og voru leikmenn eðlilega ósáttir. ICYMI. Brazil v Argentina is wild. Game stopped after 10 mins bc a bunch of health officials and cops came on to pitch and, according to commentator, are detaining the 4 PL based Argentina players (Martinez, Buendia, Romero and Lo Celso) for not quarantining.— Gabriele Marcotti (@Marcotti) September 5, 2021 Argentínska knattspyrnusambandið greindi frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að leikurinn hafi verið flautaður af. Ekki er ljóst hvort eða hvenær hann muni fara fram, en það verður þó ekki í kvöld. Leikmenn Brasilíu hafa hafið æfingu á vellinum í stað leiksins. Argentínumenn hafi neitað að funda í morgun og svo læst sig inni Guardian hefur eftir brasilískum miðlum að að heilbrigðisyfirvöld hafi reynt að ná samkomulagi um málið við þá argentínsku í morgun, sáttafundi sem fulltrúar argentínska knattspyrnusambandsins hafi hafnað. Greint er frá því að leikmenn Argentínu hafi læst sig inni í klefa fyrir leik og vegna þess hafi ekki verið hægt að ná til leikmannanna fyrr en leikurinn hófst. Þó veltir maður fyrir sér hvers vegna leikurinn hafi farið af stað með þrjá leikmenn á vellinum sem áttu að vera í sóttkví samkvæmt brasilískum sóttvarnarlögum. #EliminatoriasEl encuentro entre #Brasil y @Argentina quedó suspendido.— Selección Argentina (@Argentina) September 5, 2021 Fréttin hefur verið uppfærð.
Brasilía Argentína HM 2022 í Katar Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira