Fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands látinn eftir að hafa verið 39 ár í dái Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. september 2021 11:02 Jean-Pierre Adams lék 22 leiki með franska landsliðinu á 8. áratug síðustu aldar. getty/Universal Jean-Pierre Adams, fyrrverandi landsliðsmaður Frakklands í fótbolta, er látinn eftir að hafa verið í dái í 39 ár. Hann var 73 ára þegar hann lést. Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér. Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Adams fæddist í Dakar í Senegal 1948 en fluttist til Frakklands þegar hann var tíu ára. Hann lék með nokkrum liðum í Frakklandi, meðal annars Nice og Paris Saint-Germain, og 22 landsleiki á árunum 1972-76. Le @PSG_inside a perdu, ce lundi 6 septembre, l un de ses glorieux anciens. Défenseur des Rouge et Bleu et de l Équipe de France, Jean-Pierre Adams avait porté les couleurs parisiennes de 1977 à 1979.Le Club présente ses condoléances à sa famille et à ses proches.— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 6, 2021 Adams lagði skóna á hilluna 1981. Þann 17. mars ári seinna, þegar hann var 34 ára, fór Adams í aðgerð á hné í Lyon. Hún dró dilk á eftir sér. Vegna mistaka svæfingarlæknis misheppnaðist svæfingin og Adams fór í dá. Og í því lá hann síðustu 39 ár ævi sinnar. Adams lést á spítala í Nimes í dag. Daginn sem aðgerðin var framkvæmd var fjöldi starfsmanna spítalans í Lyon í verkfalli og svæfingalæknirinn sá um átta aðgerðir þann dag. Aðgerðin á Adams var ekki bráðnauðsynleg en var samt framkvæmd. Eiginkona Adams, Bernadette, sinnti honum allt til dauðadags . Þau áttu tvö börn saman. Jean-Pierre Adams and Marius Trésor spiluðu saman í miðri vörn franska landsliðsins.getty/Universal Um miðjan 10. áratug síðustu aldar voru svæfingarlæknirinn og læknaneminn sem sáu um aðgerðina örlagaríku á Adams dæmdir til að greiða skaðabætur og voru sendir í leyfi í mánuð. Robin Bairner skrifaði grein um Jean-Pierre Adams og líf hans í tímaritið The Blizzard 2014. Brot úr greininni má lesa á The Guardian, eða með því að smella hér.
Franski boltinn Andlát Frakkland Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira