Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 22:22 Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30