Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa 7. september 2021 12:17 Fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi frá fyrri könnun sést daufar í bakgrunni. vísir/helgi hreinn Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31