Regnboginn á heima í miðborginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. september 2021 18:01 Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hinsegin Tengdar fréttir Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01 „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Forhönnun Laugarvegar og Skólavörðustígs hefur nú verið kynnt, meðal annars í borgarstjórn í dag. Þarna eru margar skemmtilegar hugmyndir sem munu án ef gera miðborgina okkar fallegri og bæði auðveldari og skemmtilegri til að ferðast um. Allt rýmið mun kalla á það að þetta verður göngugata, að þetta er rými fólksins en ekki bílana. Hönnunin gerir líka ráð fyrir að þetta verði skemmtilegt umhverfi, bæði í sól og sumaryl og í slyddu í febrúar, þar sem lífleg ljós verða notuð til að lífga upp skammdegið. Eftir að þessi hönnun hefur verið kynnt hefur hinsegin samfélagið lýst yfir áhyggjum sínum um hvað verður um regnbogann, sem nú prýðir Skólavörðustíg. Að breyta útliti Laugavegs og hluta Skólavörðustígs í varanlega göngugötu þýðir breytingu á útliti götunnar. Ekki verður lengur þörf á að aðskilja hvar fólk gengur og hvar er keyrt með gangstéttum til beggja hliða götu. Með því að fjarlægja malbik og gangstéttar hverfur ramminn sem nú er utan um regnbogann. Í júní 2019 samþykktum við í borgarstjórn að hafa varanlegan regnboga í Reykjavík. Hann yrði á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur sem mikilvægur minnisvarði um baráttu hinsegin fólks. Regnboginn er einnig tákn Reykjavíkur um að hinsegin fólk sé velkomið og eðlilegur partur borgarlífsins. Samfélag hinsegin fólks hefur glætt borgarmenninguna lífi og við í borgarstjórn munum halda áfram við að styðja við baráttu þeirra. Ef regnbogin verður færður til vegna nýrrar hönnunar göngugötunnar, þá mun það ekki verða gert öðruvísi en með aðkomu hinsegin samfélagsins. Annað er ekki boði. Regnboginn á heima í miðborg Reykjavíkur. Höfundur er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Viðreisnar í borginni.
Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. 7. september 2021 13:01
„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar