Regnboginn er ekki skraut Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. september 2021 09:31 Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Reykjavík Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun