Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2021 14:01 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnun Vísir/Egill Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun. Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira
Átakið Hefjum störf var kynnt í mars á þessu ári en þá var atvinnuleysi 11%, einkum vegna mikillar fækkunar starfa í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Stjórnvöld ráðgerðu að veita um 4,5 -5 milljörðum í átakið en markmiðið var að skapa sjö þúsund ný störf. Fyrirtæki sem ráða fólk sem hefur verið án vinnu í 30 dag, gegnum Hefjum störf fá t.d. ráðningarstyrki sem eru fullar grunnatvinnuleysisbætur í allt að sex mánuði með hverjum atvinnuleitanda og 11,5% framlag í lífeyrissjóð. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að átakið hafi gengið framar vonum. „Nú eru komnir yfir sex þúsund manns sem hafa fengið vinnu í gegnum átakið hefjum störf þannig að það átak er að heppnast mjög vel. Stór hluti eða 45% þeirra sem hafa fengið störfin eru fólk með erlent ríkisfang. Það er bara ljómandi gott því það er svipað hlutfall fólks og fékk greiðslu atvinnuleysistrygginga á síðasta ári. En á þessu árið er þessi hópur um 40% þeirra,“ segir Unnur. Unnur segir um að ræða stóran hóp fólks sem kom frá útlöndum til að vinna í ferðaþjónustu og ávann sér réttindi til atvinnuleysisbóta og missti svo vinnuna í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. Nú sé þetta fólk aftur að fá vinnu í ferðaþjónustunni. „Mér sýnist bara ganga mjög vel að koma þessu fólki aftur í sín fyrri störf,“ segir Unnur. Unnur segir jafnframt að atvinnuleysi sé á hraðri niðurleið. „Horfurnar í atvinnumálum eru ágætar. Við getum ekki sagt annað það hefur gengið mjög vel að koma fólki í störf það sem af er ári en atvinnuleysi hefur lækkað mjög hratt síðustu mánuði. Það var 6,1% í júlí og ég býst við að atvinnuleysistölur lækki enn frekar fyrir ágúst,“ segir Unnur. Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir ágústmánuð á morgun.
Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Sjá meira