Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. september 2021 19:21 Borgarfulltrúar eru áhyggjufullir vegna málsins. Vísir/Vilhelm Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“ Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segir að borgarfulltrúar hafi ekki bara áhyggjur af sjálfum sér, heldur einnig af fjölskyldum sínum og starfsmönnum Reykjavíkurborgar vegna málsins. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu, á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Samkvæmt upplýingum fréttastofu hefur maðurinn hvorki verið handtekinn né yfirheyrður vegna málsins. Rætt var við Mörtu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld vegna málsins. Þar sagði hún borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. „Þetta er alvarlegt tilfelli og þau tilfelli sem hafa komið upp á þessu ári. Við höfum ekki bara áhyggjur af okkur sjálfum heldur höfum við áhyggjur af fjölskyldum okkar og okkar nánustu og ekki síst starfsmönnum,“ sagði Marta. Í Ráðhúsinu starfar fjöldi starfsfólks auk þess sem að þangað kemur töluverður fjöldi íbúa og ferðamanna í ýmsum erindagjörðum. „Og það er vissara að hafa varann á til að tryggja öryggi alls þessa fólks,“ sagði Marta. Er þetta nýr veruleiki sem blasir við kjörnum fulltrúm í Reykjavík? „Já, það má segja það. Ég kannast ekki við að hafa upplifað svona tilfelli áður og þetta hefur komið upp nú fyrst á þessu kjörtímabili, því miður,“ sagði Marta. Eftir að skotið var á bíl borgarstjóra var ráðist í úttekt á öryggi ráðhússins og öryggisáætlunum í samstarfi við lögreglu. Marta reiknar með að brugðist verði við nýjustu vendingum í málinu. „Sú vinna er þegar hafin og það er sjálfsagt að þegar svona atvik kemur upp þá kalla þau á frekari aðgerðir. Við höfum nú þegar í minnihlutanum óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.“
Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Brugðið eftir alvarlegar hótanir Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. 9. september 2021 12:15