Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 06:34 Einkunn Sjálfstæðisflokksins hefur verið uppfærð. Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu. Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu.
Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45
Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30
Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17