Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. september 2021 12:31 Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Leiðtogar Sjálfstæðisflokks og VG hafa undanfarandi lýst löngun sinni til að endurnýja núverandi stjórnarsamstarf að loknum kosningum í haust. Leiðtogarnir hafa lagt sig fram um að sýna gott samband sín á milli. Meðal annars hafa þau tekið sér tíma frá því að baka vandræði við ríkisstjórnarborðið og gripið í að baka bollakökur í sjónvarpinu. Allt er þetta huggulegt og má maður segja krúttlegt en nauðsynlegt er burtséð frá kökubakstrinum að vita hvað hugsanlegt framlengt stjórnarsamstarf gæti falið í sér. Í fjögur ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í að sveigja heilbrigðiskerfið í átt að auknum ríkisrekstri á kostnað sjálfstætt starfandi aðila og félagasamtaka. Þessi vegferð hefur haft í för með sér skerðingu á heilbrigðisþjónustu við almenning. Nefna má nokkur dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að viðhalda biðlistum í algengum aðgerðum s.s. liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm í stað þess að semja við innlendan einkaaðila sem er þess albúinn að gera fjölda slíkra aðgerða. Í stað þess tekur Sjálfstæðisflokkurinn þátt í að senda sjúklinga á einkasjúkrahús í Svíþjóð vegna sömu aðgerða. Kostnaðurinn er tvö og hálft til þrefaldur miðað við það sem er í boði hér á landi. Þess má geta að Sjálfstæðisflokkurinn fer með ríkisfjármálin. Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í að halda fjölda kvenna sem bíða niðurstaðna leghálssýna í spennitreyju og sættir sig við að úrvinnsla sýna dragist vegna sendinga til Danmerkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar athugasemdir uppi við ástandið. Sjálfstæðisflokkurinn ræður fjármálaráðuneytinu í núverandi ríkisstjórn. Flokkurinn hefur enga tilburði uppi til að koma á samningum milli sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem hafa verið án samningssambands síðan árið 2018 heldur styður við stefnu sem lækkað hefur framlög til einkarekinna aðila úr 6 til 7% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála í 4% á örfáum árum. Flokkurinn styður jafnframt stefnu varðandi endurgreiðslur til skjólstæðinga sérfræðilækna sem hugsanlega standast ekki lög um bókhald eins og fram kom í nýlegri grein í Morgunblaðinu. Enn er minnt á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lyklavöld að fjármálaráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður stefnu sem er hægt og hægt að sliga rekstur hjúkrunarheimila og hefur neytt sveitarfélög til að gefast upp við þann rekstur. Heldur nöturleg framkoma við fólkið sem ól okkur upp ekki satt. Sjálfstæðisflokkurinn boðar nýfenginn áhuga á heilbrigðismálum og kveðst vilja breytingar………..eftir kosningar. Það sama er uppi á teningnum í málefnum eldra fólks. Þar á að bæta úr áralangri vanrækslu flokksins……..eftir kosningar. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að hugsa sig um og inna forystu flokksins eftir stefnu hans í heilbrigðismálum. Ungir læknar sem hafa lokið framhaldsnámi erlendis veigra sér við að koma heim vegna ófremdarástands á Landspítala og víðar í heilbrigðiskerfinu sem er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Mikill hluti þessa unga fólks lítur ekki á Ísland sem ,,land tækifæranna“ og haslar sér því völl erlendis. Það er illbætanlegur skaði fyrir Ísland og Íslendinga í boði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun