Leyfum eldra fólki að vinna Aðalsteinn Haukur Sverrisson og Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir skrifa 13. september 2021 10:00 „Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
„Það verður kannski erfitt að fá pössun, en ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna.“ - Auglýsing Framsóknar. Eldra fólk hefur mætt ákveðnum órétti hér á landi varðandi starfslok. Þó er það viðurkennd staðreynd að í dag lifir fólk lengur og að fólk kringum sjötugt er enn margt fullfært um að vinna sína vinnu, en í dag gilda reglur um starfslokaaldur á fjölmörgum vinnustöðum. Víðast frá 65 til 70 ára en um það gilda lög um opinbera starfsmenn. Með þessu er vinnumarkaðurinn að neita sér um öflugan starfskraft, starfsreynslu og verðmæta þekkingu á öllum sviðum. Ásamt þessu er verið að vísa einstaklingum á dyr sem vilja vinna og eru enn fullfærir um það. Hér eru augljós sóknarfæri bæði í þágu eldra fólks sem og vinnumarkaðarins. Framsókn vill leyfa ömmu og afa að vinna Eldra fólk á að fá að vinna eins og það vill óháð aldri og starfslok eiga að miðast við færni en ekki aldur. Þeir einstaklingar sem vilja og geta haldið áfram að vinna eftir ákveðið „aldurstakmark“ eiga ekki að neyðast til að ljúka störfum. Framsókn vill afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun eða hætti störfum við ákveðinn aldur. Þeir sem vilja áfram vera virkir á vinnumarkaði eiga að hafa kost á því ef vilji bæði þeirra og vinnuveitanda er fyrir hendi. Einnig hafa sveigjanleg starfslok hjálpað æði mörgum við að auðvelda breytinguna. Það ætti að vera valkostur í samtali starfsmanns og yfirmanns þegar starfslok eru rædd. Framsókn vill afnema skerðingar Að auki á eldra fólk að eiga tækifæri að vinna án þess að þurfa að gjalda fyrir dugnað. Fjölmargt eldra fólk hefur brennandi áhuga á að fara út úr húsi, hitta fólk og starfsfélaga, vinna og taka þannig þátt í samfélaginu, en sjá ekki virði þess með þeim reglum sem eru við lýði í dag. Ásamt því er eldra fólk sem hefur þörf fyrir viðbótartekjur. Það á ekki að hindra fólk í að geta aflað sér tekna. Framsókn leggur áherslu á að almenna frítekjumarkið hækki í áföngum og að lífeyrisskerðingar vegna atvinnutekna verði afnumdar. Áhrif þess á ríkissjóð væru ekki svo gífurleg að það sé ótækt að ganga í slíkar breytingar. Við eigum að leyfa eldra fólki að vinna. Sú samfélagsmyndun sem blasir við í dag er allt önnur en áður og eldra fólk er margt í töluvert betra formi en tíðkaðist árum áður. Fólk lifir lengur, en lífaldur hefur lengst um meira en tíu ár á síðastliðnum áratugum og enn að lengjast. Fólk vill taka virkan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði eftir getu og þörfum. Ef amma vill vinna eftir sjötugt þá á amma bara að fá að vinna! Þórunn situr í 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norðurAðalsteinn situr í 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík suður
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun