Sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins! Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir skrifa 13. september 2021 15:30 Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins. Í framhaldsskólunum eru krakkarnir fyrstu tvö árin undir lögaldri. Mikill áhugi er meðal framhaldsskólanema á að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Þeir kjósa frekar að hafa aðgang að slíkri þjónustu í skólanum en á heilsugæslustöðvum þar sem sálfræðiþjónusta er frí fyrir 18 ára og yngri. Langir biðlistar eru eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum þótt þeir séu mislangir. Nemendur kjósa frekar persónuleg samtöl við sálfræðinga. Þetta hefur komið fram m.a. í könnunum. Í framhaldsskólum eru námsráðgjafar og þeir vinna ómetanlegt starf. En það er ekki nóg nú þegar hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að líðan barna og ungmenna fer versnandi. Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð sem er sérstaklega ætlað fötluðum nemendum. Þörfin er því mikil. Þörfin enn brýnni vegna áhrifa Covid-19 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Fjölmargir í þessum hópi glíma við áskoranir í sínu lífi. Í þessu hópi eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan. Líðan ungs fólks hefur versnað eftir að COVID-19 reið yfir með öllum sínum áhrifum og afleiðingum. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin því aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Ef andleg vanlíðan er ekki meðhöndluð hefur það neikvæð áhrif á námsgengi nemendanna og getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Það hefur margsýnt sig að því fyrr sem hægt er að fá aðstoð er dregið úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. Flokkur fólksins vill að aðgengi að sálfræðingum fyrir börn og ungt fólk verði stóraukið og gert verulega gott. Samhliða þarf að útrýma biðlistum sem eru alvarlegt mein í íslensku samfélagi. Með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Tómas A. Tómasson, veitingamaður, er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tómas A. Tómasson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins. Í framhaldsskólunum eru krakkarnir fyrstu tvö árin undir lögaldri. Mikill áhugi er meðal framhaldsskólanema á að boðið sé upp á ókeypis sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna. Þeir kjósa frekar að hafa aðgang að slíkri þjónustu í skólanum en á heilsugæslustöðvum þar sem sálfræðiþjónusta er frí fyrir 18 ára og yngri. Langir biðlistar eru eftir sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum þótt þeir séu mislangir. Nemendur kjósa frekar persónuleg samtöl við sálfræðinga. Þetta hefur komið fram m.a. í könnunum. Í framhaldsskólum eru námsráðgjafar og þeir vinna ómetanlegt starf. En það er ekki nóg nú þegar hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að líðan barna og ungmenna fer versnandi. Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð sem er sérstaklega ætlað fötluðum nemendum. Þörfin er því mikil. Þörfin enn brýnni vegna áhrifa Covid-19 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Fjölmargir í þessum hópi glíma við áskoranir í sínu lífi. Í þessu hópi eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan. Líðan ungs fólks hefur versnað eftir að COVID-19 reið yfir með öllum sínum áhrifum og afleiðingum. Að mati Flokks fólksins hefur þörfin því aldrei verið meiri en núna að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Ef andleg vanlíðan er ekki meðhöndluð hefur það neikvæð áhrif á námsgengi nemendanna og getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Það hefur margsýnt sig að því fyrr sem hægt er að fá aðstoð er dregið úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. Flokkur fólksins vill að aðgengi að sálfræðingum fyrir börn og ungt fólk verði stóraukið og gert verulega gott. Samhliða þarf að útrýma biðlistum sem eru alvarlegt mein í íslensku samfélagi. Með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Tómas A. Tómasson, veitingamaður, er oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar