Flestir flokkar sammála um kvótakerfi til að stjórna fiskveiðum Einar S. Hálfdánarson skrifar 14. september 2021 11:01 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur, Viðreisn og Samfylking eru í aðalatriðum sammála um ágæti íslenska kvótakerfisins til að stjórna fiskveiðum. Tveir flokkar virðast vilja kvótakerfið feigt og taka upp kerfi sóunar verðmæta og verri kjara sjómanna og fiskvinnslu. Sóun verðmætanna felst m.a. í verri nýtingu skipa og veiðarfæra og lélegri nýtingu aflans svo það nokkuð sé talið. Viðreisn og Samfylking skera sig frá öðrum „kvótakerfisflokkum“ hvað hvað varðar gjaldtöku ríkisins. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, VG, Miðflokkur aðhyllast veiðigjald sem tengist afkomu útgerðarinnar. Ástæða er til að staldra við og skoða tillögur Viðreisnar og Samfylkingar. Uppboðsleið Viðreisnar og ESB – eitruð blanda Yrði veiðigjald lagt af og hluti kvótans boðinn upp árlega myndi það líklega verða til þess að stór og öflug útgerðarfyrirtæki ættu auðvelt með að halda sínu eða auka við. Reikna verður með að einungis útgerðarfyrirtæki fengju að bjóða. Að öðrum kosti yrði til brask og spákaupmennskukerfi. Varaformaður Viðreisnar hefur bent á að óvíst sé að tekjur ríkisins ykjust. Telja verður að veiðigjald hafi mikla yfirburði yfir uppboðsleiðina, m.a. vegna minni óvissu um tekjur ríkisins. Innganga í ESB og uppboðsleið myndi á skömmum tíma ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum. Sjávarútvegsfyrirtæki sem hér væru skráð, en í erlendri eigu myndu vera í yfirburðastöðu við uppboðin. Menn hljóta að sjá að erlend stórfyrirtæki myndu stofna dótturfélög í Íslandi til komast yfir hinn arðbæra, íslenska sjávarútveg. Samfylking ætlar að stórhækka veiðigjöld Til skamms tíma hefur Samfylking fylgt svipaðri stefnu og Viðreisn. Svo er að sjá sem flokkurinn hafi séð að sér. Nú ætlar Samfylkingin að sækja um fimm milljarða króna á ári með álagi á veiðigjald sem leggst á tuttugu stærstu útgerðir landsins. Veiðigjöld á síðasta ári voru um 5 milljarðar króna á alla útgerðina. Hvers á sá að gjalda sem á útgerð númer 20 á listanum í samanburði við þann sem er númer 21? Sérstaklega þar sem sá sem er númer 21 gæti nú hafa grætt meir á sínum rekstri en sá sem er númer 20. Þessi skattur leggst þyngst á sjávarbyggðirnar og mun draga úr stórlega getu útgerðarinnar til fjárfestinga og nýsköpunar. Meðalaldur fiskiskipaflotans var 31 ár árið 2018, um 10 árum hærri en um aldamótin. Árið 2019 námu arðgreiðslur aðeins 3,9% sem hlutfall af eigin fé. Það ár námu bein opinber gjöld um 20 milljörðum króna. Í framhaldinu af stóraukinni skattheimtu munu svo kjörin rýrna. Það er undarlegt að sjá að Samfylking stendur best að vígi á Norðausturlandi þegar þetta er haft í huga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun