Stundum partur af Evrópu Heiða Ingimarsdóttir skrifar 14. september 2021 21:30 Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Evrópusambandið Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Eins og fjölmargir Íslendingar hef ég aflað mér framhaldsmenntunar erlendis. Fyrir valinu varð England, fyrir Brexit vitanlega, og ég útskrifaðist að lokum með MA gráðu. Þegar út var komið mætti ég á nýnemadaga. Þar var mér sagt að fylgja Evrópunemendunum eftir því ég væri jú frá Evrópu. Það væru nú svo mikil líkindi á menningu og siðum að ég þyrfti ekki auka fræðslu. Þegar ég flutti þurfti ég ekki landvistarleyfi. Enda kom ég frá Evrópu og á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) þurfti þess ekki. En eins og áður segir var þetta áður en varð af Brexit. Ég mátti byrja að vinna strax ef ég vildi og börnin mín fóru inn í skólakerfið án nokkurra vandkvæða. Ég gekk inn á næstu heilsugæslu og fékk alla þjónustu þar frítt. Alls staðar brosti fólk og sagði mér að ég hefði hin og þessi réttindi því Ísland væri hluti af EES. En þegar kom að því að gera upp námið breyttist allt. Ég þurfti að greiða skólagjöld. Allt í einu var ég ekki hluti af Evrópu lengur. Ég var frá Íslandi. Þegar kom að skólagjöldum var ég alþjóðanemandi. Þetta þýddi að ég mátti punga út tvöfaldri upphæð á við skólafélaga mína frá Evrópu. Munurinn lá í því að þeir voru frá löndum innan ESB og EES samningurinn dekkaði ekki þennan hluta skólavistarinnar. Þetta er pínu dæmi af því hver staðan er án fullrar ESB aðildar. Við erum með en við erum samt ekki með. Á meðan við erum ekki fullgildir meðlimir missum við af ýmsum réttindum og það sem er verst: við höfum enga rödd þegar kemur að stefnumótun og lagasetningu innan Evrópulandanna. Með inngöngu í ESB fengjum við sæti við borðið, hefðum rödd og áhrif á það regluverk sem við síðan þurfum að lifa eftir. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur okkar að aðildaviðræður séu kláraðar og að við fáum síðan að kjósa um samning um fulla aðild okkar að ESB. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun