Allt sem þú heyrir er lygi. Sem þú borgar fyrir Gunnar Smári Egilsson skrifar 17. september 2021 10:30 Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Eftir að stjórnmálaflokkarnir á þingi tóku sér 2.850 milljónir króna úr ríkissjóði hefur stjórnmálaumræðan að mestu færst yfir í auglýsingatíma. Þar dæla flokkarnir áróðri sínum yfir landsmenn, fyrst og fremst glansmyndum af forystufólkinu, sem stjórnar því hvert það fé rennur sem flokkarnir tóku til sín. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi metur það svo að samfélagsumræða í lýðræðissamfélagi eigi fyrst og fremst að snúa um það sjálft; hvernig það myndast, hvernig það horfir hvasst en blíðlega í linsuna, hvernig vindurinn leikur í hárinu á því. Forystufólk stjórnmálaflokkana á þingi hefur ekki mikla trú á almenningi, telur að það sé hægt að ljúga nánast hverju sem er að kjósendum. Forysta Sjálfstæðisflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé breytingarafl í íslensku samfélagi þegar flokkurinn er og hefur alltaf verið þrúgandi valdaflokkur sem mótað hefur samfélagið eftir sínu höfði. Sjálfstæðisflokkurinn er báknið, biðlistarnir og baslið. Þau sem vilja losna undan þessu ættu aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Forysta Framsóknarflokksins treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að hann sé miðjan þar sem ólík sjónarmið mætast og sættast. Hið rétta er að þótt Framsókn eigi upphaf sitt í hinni sósíalísku samvinnuhreyfingu þá hefur flokkurinn verið á slíkri hraðleið til hægri síðustu þrjátíu árin að hann berst nú fyrir einkavæðingu vegakerfisns og er svo samdauna stefnu Sjálfstæðisflokksins að almenningur gleymir því ávallt að Framsókn sé yfir höfuð í ríkisstjórninni. Forysta Vinstri hreyfingarinnar græns framboð treystir á að almenningur kaupi þá fráleitu hugmynd að það skipti máli að formaður þess flokks sé í forsætisráðuneytinu, eins og að það eigi að milda hina grimmu hægri stefnu sem rekin er úr fjármálaráðuneytinu. Staðreyndin er að stjórn efnahagsmála hefur verið flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í fjármálaráðuneytið svo það skiptir sáralitlu hver situr á kontórnum við Lækjargötu. Vg hefur engin áhrif á stjórn landsmála þótt forysta flokksins fái að vera í herberginu þar sem auðvaldið tekur ákvarðanir. Það skiptir vissulega máli hver stjórnar og í dag stjórnar auðvaldið. Vg hefur ekkert gert til að breyta því. Það ert þú sem borgar fyrir þennan fráleita og innihaldslausa áróður. Þetta er birtingarmynd sjálfhverfu elítustjórnmálanna, stjórnmála sem eru óháð grasrót og baráttusamtökum almennings. Stjórnmál sem eru lítið annað en fámennar klíkur sem sækja sér fé í almannasjóði til að auglýsa sig upp sem einhvers konar mannkynsfrelsara þegar þær í raun standa í vegi fyrir alvöru stjórnmálum. Þessar klíkur eru í reynd varðhundar óbreytt ástands þar sem hin sterku, ríku og valdamiklu fara með íslenskt samfélag eins og sína einkaeign. Til að ná fram breytingum þurfum við að hafna stjórnmálafólki sem notar fé almennings til að blekkja fólk og til að upphefja sjálft sig. Forystuklíkur stjórnmálaflokkanna á þingi hafa gengið of langt, eins og sjá má í öllum auglýsingatímum þessa dagana. Þessar klíkur eru ekki leiðin til framtíðar. Þær eru sjúkdómseinkenni spillingartímabils nýfrjálshyggju, sem hefur ekki aðeins rænt almenning auðlindum, fé og völdum heldur umbreytt stjórnmálunum í skrípaleik. Sem þú borgar fyrir. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun