Endurkomuleið öryrkja í landi tækifæranna Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 17. september 2021 16:30 Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun