Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 20:01 Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið samskiptastjóri almannavarna síðan í febrúar. vísir Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“ Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“
Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira