Útilokar ekki að mögulegt eldgos á Kanaríeyjum sé sér að kenna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 20:01 Hjördís Guðmundsdóttir hefur verið samskiptastjóri almannavarna síðan í febrúar. vísir Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Samskiptastjóri almannavarna telur að hún gæti mögulega borið ábyrgð á ástandinu en vonar að eldgos sem hafi fylgt henni í störfum sínum láti sig í friði í fríinu. Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“ Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á fimmta þúsund skjálfta hafa mælst á eyjunni La Palma í vikunni og segja vísindamenn að landris á svæðinu gefi til kynna að kvika hafi safnast saman nærri yfirborðinu. Fólk á Kanaríeyjum hefur verið varað við því að gos gæti hafist án nokkurs fyrirvara. Eldgosin elta Hjördísi „Ég heyrði það einhvers staðar að það væru ansi mörg ár síðan það hefði gosið hérna. Þannig ég veit ekki hvort það sé mín viðvera hérna eða hvað. Ég þarf kannski að fara að endurskoða hvert ég fer og hvern ég tek með mér í svona ferðalög allavega,“ segir Hjördís. Hún er stödd á Tenerife í stuttu fríi með vinkonum sínum. Orð hennar eru ekki úr lausu lofti gripin, því eldgos hafa fylgt henni í gegn um tíðina. „Ég var að vinna sem upplýsingafulltrúi hjá Isavia þegar Eyjafjallajökulsgosið hófst. Var svona heldur betur involveruð í því og var allt í einu orðin einhver sérfræðingur, eða skilaboðaskjóða eins og ég kalla mig stundum, í því eldgosi,“ segir Hjördís. Hún hóf svo störf hjá almannavörnum í byrjun árs og sléttum mánuði síðar hófst gosið í Geldingadölum. Hjördís segist ekki vera smeyk við ástandið úti: „Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég ætla nú bara að búast við að það verði ekki eldgos en auðvitað á maður einhvern veginn kannski að kynna sér hvað gerist því það er alls konar sem getur fylgt eldgosum eins og flóðbylgjur og annað. En ég er nú ekki að búast við því og er nú ekki hrædd, nei. Ég er nú bara meira að reyna að njóta og svona reyna að komast í fyrsta fríið eftir þetta ár sem ég er búin að vinna hjá almannavörnum.“ Gæti sinnt starfi sínu fyrir Íslendinga úti Hún segir ljóst að eldgos á einni eynni hefði áhrif á allar hinar, svo stuttar eru vegalengdir á svæðinu. Gosið myndi væntanlega hafa áhrif á flugsamgöngur en Hjördís kveðst reiðubúin til að sinna hlutverki sínu í hamfaraástandi sem gæti skapast þar úti. „Þetta gæti orðið áhugavert. Vegna þess að er ekki hálft Ísland hvort eð er alltaf á Tenerife? Þannig maður gæti komið sterkur inn í samskiptastjórastöðu hérna. Það var einmitt einn félagi minn í vinnunni sem sendi mér titilinn minn á spænsku þannig ég gæti verið tilbúin.“
Íslendingar erlendis Almannavarnir Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira