Tölum um Evrópusambandið Dóra Sif Tynes skrifar 20. september 2021 08:02 Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Dóra Sif Tynes Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun