Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 13:07 Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biður fólk um að virða merkingar. Vísir/Vilhelm Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira