Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér Sverrir Mar Smárason skrifar 19. september 2021 17:16 Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður í leikslok og stoltur af sínu liði sem fór með þrjú mikilvæg stig úr Breiðholtinu eftir sigur á Leikni Reykjavík. „Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
„Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira