Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér Sverrir Mar Smárason skrifar 19. september 2021 17:16 Eysteinn Húni Hauksson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson stýra Keflavík í sameiningu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður í leikslok og stoltur af sínu liði sem fór með þrjú mikilvæg stig úr Breiðholtinu eftir sigur á Leikni Reykjavík. „Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
„Frábær sigur. Leiknir eru búnir að taka tuttugu stig hérna á heimavelli í sumar. Vinna Val og Víking og jafntefli við Breiðablik og ég veit ekki hvað. Bara ofboðslega stoltur af strákunum fyrir vinnuna sem við lögðum á okkur, skipulagið gott og mikill dugnaður í okkur. Við áttum sigurinn fyllilega skilið fannst mér,“ sagði Sigurður Ragnar að leik loknum. Sigurmarkið kom á 23.mínútu og það gerði Joey Gibbs beint úr aukaspyrnu. Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í leiknum í dag en lokatölur urðu 0-1 fyrir Keflavík. „Frábært mark hjá Joey og mér fannst við eiga að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum sérstaklega. Við vissum að Leiknir eru með gott lið, búnir að standa sig vel í sumar og við erum svona að endurheimta menn núna í síðustu tveimur leikjum. Það hefur vantað marga hjá okkur, verið meiðsli og leikbönn og spilað færri í tveimur leikjum frá og með fyrri hálfleik. Mjög gott hjá okkur að komast í gegnum þetta og vinna leiki aftur. Ég er bara stoltur af strákunum og frábær sigur.“ Bæði lið vildu víti í leiknum í dag. Leiknir vildu reyndar tvö víti en Keflvíkingar eitt. Sigurður Ragnar segir dómarana hafa komist vel frá leiknum. „Það voru fullt af svona atvikum sem voru umdeild í leiknum en mér fannst dómararnir komast bara vel frá leiknum, þetta var erfiður leikur að dæma. Við töpuðum 5-1 hérna í fyrra á móti Leikni og vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur þannig það er frábært að hafa snúið þessu við og fara með sigur héðan,“ sagði Sigurður um dómara leiksins. Keflavík bætir þremur stigum við sig í deildinni með sigrinum í dag og eru því komnir með 21 stig. Það gæti dugað ef önnur úrslit spilast þeim í hag. Næstu tveir leikir Keflavíkur eru gegn ÍA. Fyrst í Keflavík í deildinni og síðan í Mjólkurbikarnum á Akranesi. „Við horfum spenntir á HK-Stjarnan á morgun og svo bara þurfum við að taka okkar. Við erum að keppa að miklu, komnir í undarúrslit í bikar og ég er viss um að leikmennirnir okkar vilji taka þátt í því og byrja þann leik. Þeir þurfa að standa sig bæði í deild og bikar, þetta eru allt úrslitaleikir og spennandi leikir fram undan.“ „Við þurfum að gera okkar í stað þess að treysta á einhverja aðra,“ sagði Siggi Raggi og bætti síðan við um undanúrslitaleikinn í Mjólkurbikarnum „mér líst bara vel á hann, Skaginn eru með hörkulið og eru sérstaklega búnir að vera vaxandi undanfarið og örugglega komin góð stemning í þeirra lið. Þeir eru búnir að vinna góða sigra og þetta verður erfiður leikur fyrir okkur en við höfum líka verið að vaxa undanfarið og styrkjast. Það er mikið undir að komast í bikarúrslitaleik sem er stærsti leikur ársins alltaf í fótboltanum á Íslandi.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira