Skattalækkanir sem nýtast öllum Birgir Ármannsson skrifar 20. september 2021 09:01 Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Birgir Ármannsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun