Tryggði dísætan sigur með heljarstökki eftir afar dökkt útlit Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 07:31 Lamar Jackson með sendingu á Marquise Brown sem skoraði snertimark í þriðja leikhluta. Getty/Todd Olszewski Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs urðu að sætta sig við 36-35 tap gegn Baltimore Ravens í gær þrátt fyrir að hafa verið ellefu stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 35-24. Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore, bar liðið áfram, sérstaklega á lokakaflanum. Alls hljóp hann 113 jarda og kastaði 239 jarda í leiknum og sá til þess að meiðslum hrjáð lið Ravens færi með sigur af hólmi. Jackson skoraði tvö snertimörk í lokaleikhlutanum og það seinna gerði hann með heljarstökki yfir línuna eftir eins jarda sókn þegar þrjár mínútur voru til leiksloka, sem tryggði Baltimore á endanum dísætan sigur. LAMAR FLIPS IN. The @ravens take the lead with 3:14 left! : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/6LuScc8fB0— NFL (@NFL) September 20, 2021 „Það er gott að losna við þessa grýlu,“ sagði Jackson eftir leik en þrjú af átta síðustu töpum Baltimore í deildarkeppni hafa komið gegn Kansas City. „Núna þurfum við að horfa til Detroit. Við erum ekki búnir að vinna Ofurskálina. Þetta var bara einn leikur. Við verðum að halda einbeitingu,“ sagði Jackson. Baltimore vann boltann aftur þegar 1 mínúta og 20 sekúndur voru eftir, og Kansas átti eftir 32 jarda í markið. ODAFE OWEH. The @Ravens have the ball! #RavensFlock : #KCvsBAL on NBC : https://t.co/SsXyNx0bwQ pic.twitter.com/bYwLnHvEwP— NFL (@NFL) September 20, 2021 Jackson sá svo til þess að tíminn rynni út áður en Kansas fengi annað tækifæri. Þegar rúm mínúta var eftir og Baltimore átti eina tilraun eftir, til að komast einn jarda áfram 43 jördum frá eigin marki, kallaði þjálfarinn John Harbaugh á Jackson og sagði honum að halda áfram í stað þess að boltanum væri sparkað yfir. Þetta er aðeins í annað sinn frá árinu 2000 sem að lið bregður á þetta ráð þegar innan við tvær mínútur eru eftir og munurinn á liðunum minni en eitt snertimark. Baltimore nú því með einn sigur og eitt tap eftir fyrstu tvær umferðir tímabilsins. Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
Úrslit gærdagsins: Jets - Patriots 6-25 Jaguars - Broncos 13-23 Dolphins - Bills 0-35 Eagles - 49ers 11-17 Colts - Rams 24-27 Steelers - Raiders 17-26 Bears - Bengals 20-17 Browns - Texans 31-21 Panthers - Saints 26-7 Cardinals - Vikings 34-33 Buccaneers - Falcons 48-25 Seahawks - Titans 30-33 Chargers - Cowboys 17-20 Ravens - Chiefs 36-35
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.990 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira