Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2021 11:52 Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur verið naumt í aðdraganda kosninganna. Vísir/Vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis. Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis.
Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira