Öruggt þak yfir höfuðið Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. september 2021 12:00 Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Vinstri græn Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu. Sú aðgerð sem við teljum hafa verið einna mikilvægasta er uppbygging í almenna íbúðakerfinu á góðu, öruggu og hagkvæmu leiguhúsnæði fyrir tekjulægri einstaklinga og fjölskyldur. Í tengslum við lífskjarasamningana tryggðum við stofnframlög til byggingar á 1.800 almennum íbúðum á árunum 2020-2022 sem gera 600 íbúðir á ári. Samhliða því komum við á nýjum hlutdeildarlánum til að auðvelda tekju- og eignalitum einstaklingum og fjölskyldum að eignast sína fyrstu íbúð. Áætlað er að veita um 400 hlutdeildarlán árlega næsta áratuginn. Í ár og á því næsta má áætla að um þriðjungur af öllu nýju íbúðarhúsnæði verði til í tengslum við félagslegar húsnæðisaðgerðir hins opinbera, almennar íbúðir og hlutdeildarlán (600 almennar og 400 hlutdeildarlán). Fyrir utan þá staðreynd að frá hruni hefur ekki verið byggt meira af nýjum íbúðum en í fyrra og í ár. Miðað við algenga markaðsleigu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að húsnæðiskostnaður fjölskyldu sem fær húsnæði í almenna íbúðakerfinu geti varlega áætlað lækkað um tugi þúsunda á mánuði – og raunar eru dæmi um allt að 100.000 kr. lækkun húsleigu á mánuði. Það eru kjarabætur sem munar um. Ennfremur tryggðum við almennum íbúðafélögum lægri fjármagnskostnað með hagstæðri langtímafjármögnun í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem leiddi til þess að hægt var að lækka leigu fjölda leigutaka hjá Bjargi íbúðafélagi um allt að 35.000 kr. á mánuði – svoleiðis virka nefnilega óhagnaðardrifin félagsleg húsnæðiskerfi. Fyrir þessar kosningar leggjum við áherslu á að halda áfram á þessari vegferð og tryggja áframhaldandi kraftmikla uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með stofnframlögum sem eykur framboð á öruggu og hagkvæmu húsnæði. Stóra málið í þessu öllu saman er að með félagslegum lausnum á húsnæðismarkaði eykst húsnæðisöryggi og lífskjör margra batna til muna. Og það er sérstakt markmið að einstaklingar, foreldrar og börn þurfi ekki að kvíða því að hafa ekki öruggt þak yfir höfuðið. Það eykur velsæld samfélagsins alls að tryggja húsnæðisöryggi okkar allra! Höfundur er forsætisráðherra og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun