Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? María Rut Kristinsdóttir skrifar 21. september 2021 09:00 Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Frá árinu 1995 hefur Framsóknarflokkurinn stýrt félagsmálaráðuneytinu í 20 ár af 26, eða rúmlega 77% tímans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo stýrt fjármálaráðuneytinu í 22 ár af 26 eða rúmlega 85% tímans. Samt segjast þau vera „rétt að byrja” í „landi tækifæranna”. Við erum með velferðarkerfi sem byggir á að plástra vandamálin. Þar sem öryggisnetið er eins götótt og svissneskur ostur. Þar sem fagfólkið gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum en vanrækt kerfið heldur ekki nægilega vel utan um það né notendur þess. Þar sem alls konar hópar samfélagsins falla á milli þilja. Fá ekki úrræði við hæfi eða lifa í fátækt. Í „landi tækifæranna”. Það eru tveggja ára biðlistar fyrir börn til að fá nauðsynlegar greiningar. Börn sem bíða úrræðalaus á meðan. Á sama tíma lifir aðgreiningin góðu lífi í skólakerfinu okkar því stuðningsúrræðin eru oft mjög takmörkuð. Nánast daglega eru sagðar fréttir af alvarlegri stöðu barna sem geta ekki fengið heilbrigðisþjónustu og njóta ekki félagslegs stuðnings. Í „landi tækifæranna”. Um allt heilbrigðiskerfi Vinstri grænna eru biðlistar. Eftir aðgerðum, sérfræðilækningum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og geðlæknum. Fólk er sent úr landi í aðgerðir sem er hægt að framkvæma á Íslandi. Krabbameinssýni eru send úr landi til greiningar sem hægt er að gera á Íslandi. En ráðherra vill ekki styðja við sjálfstætt framtak í opinbera heilbrigðiskerfinu, sem gæti létt undir álaginu. En það „skiptir máli hver stjórnar“. „Heilbrigðiskerfið er dýrmætt,“ segir svo Sjálfstæðisflokkurinn en hefur samt sem áður leyft því að drukkna á sinni vakt. Í „landi tækifæranna”. Við dæmum öryrkja og fatlað fólk til að lifa langt undir lágmarkslaunum og refsum þeim sem vilja vinna eins og hægt er. Þessir jaðarsettu hópar hafa kallað eftir kjarabótum í áratugi. Við litlar undirtektir stjórnvalda. Langir biðlistar eru eftir félagslegu húsnæði og fatlað fólk undir 67 ára er svo vistað gegn vilja sínum á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum. Átta af hverjum tíu eiga erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðarmót. Í „landi tækifæranna”. Við búum í samfélagi þar sem andlegir sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir til jafns við líkamlega. Fólk bíður mánuðum saman eftir úrræðum á geðdeild, að komast til sálfræðings hjá heilsugæslum eða hjá BUGL og í meðferð hjá SÁÁ. Svo ekki sé talað um aðstöðumuninn á landsbyggðunum gagnvart þessari nauðsynlegu þjónustu. Svo strandar niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum á fjármagni og pólitískum vilja ríkisstjórnar. En þau eru „rétt að byrja”. Við erum svo með fæðingarorlofskerfi sem einfaldlega grípur ekki öll okkar. 80.341 króna fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Námsmenn fá 184.419 krónur. Þetta fólk hefur ekki efni á jafn löngu orlofi og restin, og nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að laga þetta. Korteri fyrir kosningar. Í „landi tækifæranna”. Við erum með einu ríkisstjórn Íslands sem hefur farið í mál við konu sem gerði það eitt af sér að leita réttar síns. Þar sem menntamálaráðherra Framsóknarflokksins braut jafnréttislög við ráðningu og höfðaði svo mál á hendur konunni sem hún braut gegn. Og óbreyttur borgari situr uppi með fordæmalausa hörku og skeytingarleysi af hálfu ríkisvaldsins.Það er nefnilega þetta með jafnréttið. Jaðarsettir hópar samfélagsins eru einmitt það – jaðarsettir. Og lítið þokast áfram við að bæta stöðu og tryggja öryggi þeirra. Á meðan hrópað er: „Ekkert um okkur án okkar“, þá þykjast stjórnvöld vita betur en þau sem tilheyra hópunum og hlusta ekki á raddir þeirra. En þeir eru svo sem ekki markhópur eða styrkjendur þessara flokka. „Báknið burt“ ómar svo um allt en þau átta sig ekki á því að þau bjuggu báknið til. Þau eru báknið. Og báknið er kjurrt á meðan þau ráða. Og ég er hér bara að tala um heilbrigðis- velferðar og jafnréttismálin. Ég er ekki einu sinni farin að ræða þá grímulausu sérhagsmunagæslu og þá varðstöðuna sem þessir rótgrónu flokkar stunda um óbreytt kerfi í sjávar- og landbúnaði. Já og skort á framsýnni stefnu í loftslagsmálum og ýmsum frjálslyndismálum. Það væri efni í að minnsta kosti nokkrar greinar í viðbót. Ekki misskilja mig. Það er ekki hræðilegt að búa á Íslandi. Alls ekki. Og margt gott má tileinka fólki og flokkum sem hér hafa verið við völd. En með þessum flokkum í stjórn hefur það orðið að landi tækifæranna fyrir sum - en ekki öll. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun