Gefum milljarða! Friðjón Friðjónsson skrifar 21. september 2021 11:30 Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Utanríkismál Friðjón Friðjónsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum heppin þjóð, við unnum í lotteríi lífsins að því leyti að hér eru miklar auðlindir og mörg tækifæri. Það mætti jafnvel segja að við búum í landi tækifæranna. Okkur hefur auðnast að nýta hagsæld okkar til að mennta okkur og verða þannig enn betri í að takast á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja. Eins hefur okkur tekist að fara í gegnum heimsfaraldur með hætti svo vitnað er alþjóðlega um heilbrigðiskerfið okkar og samtakamátt. Nánast öll sem mega eru bólusett og við erum í öfundsverðri stöðu. Covax, samstarf þjóða í bólusetningum, sendi nýverið frá sér viðvörun þar sem fram kom að um 500 milljón færri skömmtum af bóluefnum yrði dreift á vettvangi samstarfsins en áætlanir stóðu til. Það er töluverð breyting því annað var upp á teningnum fyrir aðeins þremur mánuðum. Þótt við séum heppin þá er staðan víða alvarleg og því full ástæða fyrir okkur að leggja meira af mörkum. Því er það gleðiefni að sagt er frá því á heimasíðu Covax í gær að fyrstu gjafaskammtarnir frá Íslandi hafi borist til Fílabeinsstrandarinnar um sl. helgi, 35.700 skammtar. Þar er Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þakkaður stuðningurinn, sagt er frá því að heildargjöf Íslands sé 125.726 skammtar og að ríkisstjórnin hafi til viðbótar gefið 750 milljón krónur í Covax samstarfið. Þessi gjöf er vitnisburður um hve góð staðan er á Íslandi og að við getum auðveldlega gert meira. Bandaríkin hafa þegar gefið 110 milljón skammta sem er aðeins lægra hlutfall en við Íslendingar höfum gefið miðað við mannfjölda. Bandaríkjaforseti hefur þó gert samninga um 500 milljón skammta til viðbótar og ætlar að kaupa annað eins til að dreifa til fátækari þjóða. Við erum rík þjóð, staðan í heimsfaraldrinum er með besta móti hér á landi, við erum aflögufær vegna þess að við höfum verið skynsöm í fjármálum, skynsöm í viðbrögðum við faraldrinum og skynsöm í heilbrigðismálum. Við eigum að stíga fram og sýna að við getum tekið þátt - og gefa að lágmarki milljón bólefnisskammta inn í Covax samstarfið. Það kostar milljarða en við höfum efni á því af því að landinu hefur verið vel stjórnað. Höfundur skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun