Líklega átti Björgvin ekki að fá rautt spjald Andri Már Eggertsson skrifar 21. september 2021 21:13 Það sást aðeins á Bjarka Má eftir samstuðið við Björgvin. Hann segir þó að liðsfélagi hans úr íslenska landsliðinu hafi líklega ekki átt skilið að fá rautt spjald. Vísir/Vilhelm Þýsku bikarmeistararnir Lemgo lögðu Val með einu marki 26-27. Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, gerði níu mörk og var markahæsti leikmaður vallarins. „Ég vissi alveg hvað Valur gæti. Ég hef séð síðustu þrjá leiki Vals og það var ekkert sem kom mér á óvart.“ „Þegar við tókum hádegismat, voru einhverjir strákar í liðinu farnir að skoða bari til að fara á eftir leik. Ég reif af þeim símann og benti þeim á að Valur er mjög gott lið, sem við lærðum í beinni. Við unnum þó leikinn og það telur,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir leik. Valur átti góðan kafla í fyrri hálfleik og komust yfir 11-6 þegar Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, tók leikhlé. „Mér fannst við linir á báðum endum vallarins. Við vorum ekki að hjálpa í vörninni, töpuðum maður á mann allt of auðveldlega og þorðum lítið að skjóta í sókn.“ Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, fékk beint rautt spjald fyrir að klessa á Bjarka Má þegar Bjarki flaug inn í teig. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald.“ „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir ég elska Björgvin Pál.“ Eftir dapran fyrri hálfleik náði Lemgo að snúa við blaðinu í seinni hálfleik og var Bjarka létt að hafa ekki tapað leiknum. „Sem betur fer náðum við að vinna leikinn. Það hefði verið hrikalegt að mæta þeim í Þýskalandi með tap á bakinu.“ „Ég ætla síðan að sjá til hvort ég gefi strákunum í liðinu leyfi á að fara á barinn í kvöld,“ sagði Bjarki Már léttur að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
„Ég vissi alveg hvað Valur gæti. Ég hef séð síðustu þrjá leiki Vals og það var ekkert sem kom mér á óvart.“ „Þegar við tókum hádegismat, voru einhverjir strákar í liðinu farnir að skoða bari til að fara á eftir leik. Ég reif af þeim símann og benti þeim á að Valur er mjög gott lið, sem við lærðum í beinni. Við unnum þó leikinn og það telur,“ sagði Bjarki Már Elísson eftir leik. Valur átti góðan kafla í fyrri hálfleik og komust yfir 11-6 þegar Florian Kehrmann, þjálfari Lemgo, tók leikhlé. „Mér fannst við linir á báðum endum vallarins. Við vorum ekki að hjálpa í vörninni, töpuðum maður á mann allt of auðveldlega og þorðum lítið að skjóta í sókn.“ Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, fékk beint rautt spjald fyrir að klessa á Bjarka Má þegar Bjarki flaug inn í teig. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald.“ „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir ég elska Björgvin Pál.“ Eftir dapran fyrri hálfleik náði Lemgo að snúa við blaðinu í seinni hálfleik og var Bjarka létt að hafa ekki tapað leiknum. „Sem betur fer náðum við að vinna leikinn. Það hefði verið hrikalegt að mæta þeim í Þýskalandi með tap á bakinu.“ „Ég ætla síðan að sjá til hvort ég gefi strákunum í liðinu leyfi á að fara á barinn í kvöld,“ sagði Bjarki Már léttur að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti