Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 11:45 Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. Bankinn gerir ráð fyrir 4,4% verðbólgu á þessu ári sem taki svo að hjaðna og samdrætti í atvinnuleysi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðismarkaði. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem er með yfirskriftina Flugtak eftir faraldur. Gert er ráð fyrir tæplega 1,3 miljónum ferðamanna á næsta ári og 1,5 milljónum árið 2023. Að sögn bankans má að mestu rekja hagvöxtinn á þessu ári til þróttmikils vaxtar innlendrar eftirspurnar eftir 6,5% samdrátt var á síðasta ári. Spáir greiningardeild bankans 3,0% hagvexti hér á landi árið 2023. Óvissa með þróun ferðaþjónustunnar Á næsta ári gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að útflutningur aukist hröðum skrefum auk þess sem innlend eftirspurn vaxi áfram af nokkrum krafti. Veruleg óvissa er hins vegar sögð vera um upptaktinn í komum ferðamanna hingað til lands. Gæti fjöldi þeirra reynst á bilinu 560 til 700 þúsund á þessu ári og á bilinu 900 þúsund til 1,5 milljónir á því næsta miðað við fráviksspá bankans. Endurreisn íslenska hagkerfisins hvílir að stærstum hluta á herðum erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir samhliða þessu ríflega 10% útflutningsvexti á þessu ári sem er sögð skýrast af hreyfingum í ferðaþjónustu, útflutningi hugverka og fleiri þjónustuliðum. Að sama skapi er gert ráð fyrir að innflutningur vaxi um ríflega 11% í ár. Íbúðaverð haldi áfram að hækka Mikil hækkun hefur verið á íbúðaverði frá því að faraldurinn skall á og hækkaði raunverð íbúða um 3,5% í fyrra. Var það í takti við kaupmátt launa sem jókst um 3,4% á sama tíma. Á þessu ári hefur verð hækkað hraðar og á fyrstu átta mánuðum ársins hefur raunverð íbúða hækkað um 6,4%. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 10,5% að raunvirði en fjölbýlum 6,3%. Fram kemur í þjóðhagsspá Íslandsbanka að framboð hafi ekki haldið í við þá eftirspurn sem hafi myndast á íbúðamarkaðnum. Undanfarin ár hafi takturinn í framboði íbúða þó verið nokkuð góður en á síðasta ári kom metfjöldi af nýjum íbúðum inn á markaðinn samkvæmt gögnum Hagstofu. „Nú eru breyttar horfur í þeim efnum. Á fyrsta helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 6,7% frá fyrra ári og útlit er fyrir áframhaldandi samdrátt í byggingu nýrra íbúða á árinu. Verði þetta raunin á framboð íbúða enn langt í land til að mæta eftirspurn sem nú ríkir.“ Metfjöldi íbúða kom inn á markaðinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Telur Greining Íslandsbanka forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu misserum en taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði á íbúðum. „Við spáum því að íbúðaverð hækki að nafnvirði um 11,9% á þessu ári, 6,9% árið 2022 og 3,4% árið 2023.“ Atvinnuleysi haldi áfram að minnka Atvinnuleysi jókst hratt vegna áhrifa heimsfaraldursins og mældist hæst 12,8% í janúar á þessu ári ef starfsfólk á hlutabótaleiðinni er talið með. Frá þeim tíma hefur atvinnuleysi farið minnkandi í hverjum mánuði og mældist skráð atvinnuleysi 5,5% nú í ágúst. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 7,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 4,3% árið 2022 og 3,7% 2023. Það verði þá komið svipaðan stað og það var árið 2019 áður en faraldurinn skall á. Verðbólga mældist 4,3% í ágúst og hefur haldist óbreytt frá því í maí síðastliðnum. Hefur hún reynst þrálátari en greiningaraðilar reiknuðu með. „Við teljum að verðbólga verði áfram nokkuð yfir 4% fráviksmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á næstu mánuðum og muni mælast 4,4% í árslok. Verðbólga mun svo hjaðna hægt og rólega í byrjun næsta árs og verða við 2,5% markmið Seðlabankans á lokafjórðungi næsta árs. Við gerum ráð fyrir að verði að jafnaði 3,0% árið 2022 og 2,5% árið 2023.“ Greining Íslandsbanka telur að Seðlabankinn muni halda áfram að hækka stýrivexti.Stöð 2/Sigurjón Forsendur þess að spáin gangi eftir er styrking krónu á komandi fjórðungum þegar ferðamenn taka að streyma til landsins í auknum mæli. Á móti gæti verðbólguþrýstingur vegna launa og/eða íbúðaverðs reynst meiri en greiningardeild bankans áætlar. Í þjóðhagsspánni er því spáð að stýrivextir Seðlabankans verði komnir í 1,5% í árslok en þeir standa nú 1,25%. Í kjölfarið er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunarferli og telur bankinn að stýrivextirnir verði komnir í 3,5% á þriðja ársfjórðungi árið 2023. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bankinn gerir ráð fyrir 4,4% verðbólgu á þessu ári sem taki svo að hjaðna og samdrætti í atvinnuleysi. Spáð er áframhaldandi hækkunum á húsnæðismarkaði. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem er með yfirskriftina Flugtak eftir faraldur. Gert er ráð fyrir tæplega 1,3 miljónum ferðamanna á næsta ári og 1,5 milljónum árið 2023. Að sögn bankans má að mestu rekja hagvöxtinn á þessu ári til þróttmikils vaxtar innlendrar eftirspurnar eftir 6,5% samdrátt var á síðasta ári. Spáir greiningardeild bankans 3,0% hagvexti hér á landi árið 2023. Óvissa með þróun ferðaþjónustunnar Á næsta ári gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að útflutningur aukist hröðum skrefum auk þess sem innlend eftirspurn vaxi áfram af nokkrum krafti. Veruleg óvissa er hins vegar sögð vera um upptaktinn í komum ferðamanna hingað til lands. Gæti fjöldi þeirra reynst á bilinu 560 til 700 þúsund á þessu ári og á bilinu 900 þúsund til 1,5 milljónir á því næsta miðað við fráviksspá bankans. Endurreisn íslenska hagkerfisins hvílir að stærstum hluta á herðum erlendra ferðamanna. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir samhliða þessu ríflega 10% útflutningsvexti á þessu ári sem er sögð skýrast af hreyfingum í ferðaþjónustu, útflutningi hugverka og fleiri þjónustuliðum. Að sama skapi er gert ráð fyrir að innflutningur vaxi um ríflega 11% í ár. Íbúðaverð haldi áfram að hækka Mikil hækkun hefur verið á íbúðaverði frá því að faraldurinn skall á og hækkaði raunverð íbúða um 3,5% í fyrra. Var það í takti við kaupmátt launa sem jókst um 3,4% á sama tíma. Á þessu ári hefur verð hækkað hraðar og á fyrstu átta mánuðum ársins hefur raunverð íbúða hækkað um 6,4%. Á fyrstu átta mánuðum ársins hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 10,5% að raunvirði en fjölbýlum 6,3%. Fram kemur í þjóðhagsspá Íslandsbanka að framboð hafi ekki haldið í við þá eftirspurn sem hafi myndast á íbúðamarkaðnum. Undanfarin ár hafi takturinn í framboði íbúða þó verið nokkuð góður en á síðasta ári kom metfjöldi af nýjum íbúðum inn á markaðinn samkvæmt gögnum Hagstofu. „Nú eru breyttar horfur í þeim efnum. Á fyrsta helmingi ársins dróst íbúðafjárfesting saman um 6,7% frá fyrra ári og útlit er fyrir áframhaldandi samdrátt í byggingu nýrra íbúða á árinu. Verði þetta raunin á framboð íbúða enn langt í land til að mæta eftirspurn sem nú ríkir.“ Metfjöldi íbúða kom inn á markaðinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Telur Greining Íslandsbanka forsendur vera fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu misserum en taki að róast með hækkun stýrivaxta og auknu framboði á íbúðum. „Við spáum því að íbúðaverð hækki að nafnvirði um 11,9% á þessu ári, 6,9% árið 2022 og 3,4% árið 2023.“ Atvinnuleysi haldi áfram að minnka Atvinnuleysi jókst hratt vegna áhrifa heimsfaraldursins og mældist hæst 12,8% í janúar á þessu ári ef starfsfólk á hlutabótaleiðinni er talið með. Frá þeim tíma hefur atvinnuleysi farið minnkandi í hverjum mánuði og mældist skráð atvinnuleysi 5,5% nú í ágúst. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 7,6% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 4,3% árið 2022 og 3,7% 2023. Það verði þá komið svipaðan stað og það var árið 2019 áður en faraldurinn skall á. Verðbólga mældist 4,3% í ágúst og hefur haldist óbreytt frá því í maí síðastliðnum. Hefur hún reynst þrálátari en greiningaraðilar reiknuðu með. „Við teljum að verðbólga verði áfram nokkuð yfir 4% fráviksmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans á næstu mánuðum og muni mælast 4,4% í árslok. Verðbólga mun svo hjaðna hægt og rólega í byrjun næsta árs og verða við 2,5% markmið Seðlabankans á lokafjórðungi næsta árs. Við gerum ráð fyrir að verði að jafnaði 3,0% árið 2022 og 2,5% árið 2023.“ Greining Íslandsbanka telur að Seðlabankinn muni halda áfram að hækka stýrivexti.Stöð 2/Sigurjón Forsendur þess að spáin gangi eftir er styrking krónu á komandi fjórðungum þegar ferðamenn taka að streyma til landsins í auknum mæli. Á móti gæti verðbólguþrýstingur vegna launa og/eða íbúðaverðs reynst meiri en greiningardeild bankans áætlar. Í þjóðhagsspánni er því spáð að stýrivextir Seðlabankans verði komnir í 1,5% í árslok en þeir standa nú 1,25%. Í kjölfarið er gert ráð fyrir áframhaldandi hækkunarferli og telur bankinn að stýrivextirnir verði komnir í 3,5% á þriðja ársfjórðungi árið 2023.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira