Umhugsunarverðar U beygjur Sigmar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 14:01 Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun