Þrjár spurningar um framtíðina Bjarni Benediktsson skrifar 23. september 2021 08:00 Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að tíu flokkar séu í framboði er valið merkilega einfalt. Þú þarft ekki að taka kosningapróf til að vita fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur. Ábyrgð, stöðugleiki og lágir skattar - formúlan að baki þeirri stöðugu aukningu lífsgæða sem við búum nú við. Þú getur líka valið úr fjölmörgum smáflokkum sem ætla að kollvarpa þessari stefnu. Þeir gefa allir út loforðalista sem fjármagna skal með skuldsetningu og skattahækkunum og geta myndað til þess alls kyns fimm flokka samsetningar. Það mun setja allan stöðugleika í uppnám. Valið á laugardaginn er skýrt og mun hafa bein áhrif á okkar daglega líf. 1. Hvernig þróast matarkarfan? Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín. Skattarnir hafa lækkaðog verðbólgan verið lág. Tollar og vörugjöld hafa verið afnumin, verslun er frjálsari, tryggingagjaldið hefur lækkað og álögur á fyrirtæki minnkað. Þetta getur allt breyst mjög hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði. 2. Verða afborganirnar hærri eða lægri? Tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. Útgjaldalistinn sem nú er lofað mun hækka vextina aftur. Afborganirnar munu hækka með. 3. Skattahækkanir eða skattalækkanir? Við höfum lækkað skatta verulega - mest á þá sem lægst hafa launin. Við munum halda því áfram. Fyrir vikið hefur fólk meira milli handanna og fyrirtækjum gengur betur. Nýjum störfum og spennandi tækifærum fer hratt fjölgandi. Þetta mun breytast ef skattahækkanir á einstaklinga og fyrirtæki verða aftur lausn allra vandamála, eins og við munum frá tíð síðustu vinstri stjórnar. Stjórnar sem stóð fyrir á annað hundrað skattahækkunum. Valið er skýrt Það er ekki hægt að senda reikninginn fyrir loforðalistunum frá sér og láta einhvern annan borga. Við þurfum öll að borga fyrir ábyrgðarleysi með hærri afborgunum um mánaðamótin, í hærri sköttum á launaseðlinum og í hærra verði á kassanum úti í búð. Þess vegna lofum við ábyrgð og stöðugleika ofar öllu öðru. Atkvæði greitt öðrum en Sjálfstæðisflokknum er atkvæði greitt auknum líkum á fjölflokka vinstristjórn. Sleppum óvissuferðinni og höldum áfram á réttri braut. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar