Ungt fólk til forystu Hópur ungs fólks búsett í Norðvesturkjöræmi skrifar 23. september 2021 13:45 Nú líður að alþingiskosningum og megum við unga fólkið ekki láta það fram hjá okkur fara. Í alþingiskosningunum árið 2017 var kjörsókn fólks á aldrinum 18 til 40 ára aðeins 70%, en hjá öðrum aldurshópum fór kjörsókn yfir 90%. Við teljum það ekki vera gott þar sem okkar skoðun þarf líka að heyrast. Það þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og ræða málefni sem við unga fólkið tölum fyrir. Öflugri málsvara fyrir unga fólkið er vart hægt að finna en ungliðann sjálfan, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherrann okkar er eini oddvitinn af öllum oddvitum tíu flokkana sem eru í framboði í Norðvesturkjördæmi sem er „ungur frambjóðandi“ samkvæmt skilgreiningum stjórnmálaflokkana. Þó ung sé að aldri þá býr Þórdís Kolbrún yfir mikilli reynslu og metnaði. Árið 2017 var hún skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra aðeins 29 ára gömul. Hún var þá næst yngsti ráðherra Íslandssögunnar og yngsta konan sem gegnt hafði ráðherra embætti á Íslandi á þeim tíma. Árið 2018 bauð hún sig fram til varaformanns stærsta stjórnmálaflokks landsins og hefur síðan þá gegnt þeirri stöðu með miklum dugnaði og drifkrafti. Árið 2019 tók hún við sem dómsmálaráðherra til viðbótar tímabundið. Heyrðust þá háværar raddir að svona ung kona gæti nú ekki ráðið við þetta allt. Ráðherrann með langa nafnið ætti ekki að hafa svona marga málaflokka undir sig. En eins og við vitum öll þá gerði hún það með miklum glæsibrag og sýndi okkur öllum að ungar konur geta líka borið ábyrgð á mörgum málaflokkum, rétt eins allir miðaldra karlarnir sem á undan henni höfðu gert það sama. Árið 2020 varð samdráttur í ferðaþjónustu og lá mikið á herðum sjálfum ferðamálaráðherra, enda var mikil óvissa í öllum geiranum. Vegna réttra aðgerða náði atvinnulífið og stjórnvöld að standa af sér storminn í sameiningu með prýði. Árið 2021 talaði hún mikið fyrir frelsinu og að gæta meðalhófs. Enginn þingmaður stjórnarandstöðunnar tók það hlutverk að sér að veita viðnám þegar settar voru á reglur um höft, svo að hún gerði það sjálf í eigin ríkisstjórn ásamt öðrum ungliða henni Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra. Í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi situr ungliðinn Sigríður Elín Sigurðardóttir. Samkvæmt nýlegum skoðunarkönnunum yrði hún fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og á hún því möguleika á að verða yngsti varaþingmaður Íslandssögunnar. Það yrði því meiri háttar að ná að halda henni þar og gefa unga fólkinu enn sterkara umboð til að láta rödd okkar heyrast. Við hér að neðan erum ungt fólk í Norðvesturkjördæmi og við ætlum að treysta unga fólkinu fyrir okkar framtíð. Við skorum á þig að gera það líka. Við mætum á kjörstað og kjósum fulltrúa unga fólksins á þing. Tryggjum Þórdísi Kolbrúnu öfluga forystu, setjum X við D. Albert Hafsteinsson Anna Lind Særúnardóttir Anna Þóra Hannesdóttir Ásdís Elva Gränz Ásta María Búadóttir Bergþóra Ingþórsdóttir Bjarni Pétur Marel Jónasson Daníel Þór Heimisson Emil Robert Smith Emilía Ottesen Gréta María Halldórsdóttir Helgi Rafn Bergþórsson Ísak Máni Haukdal Sævarsson Jóel Þór Árnason Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir Magðalena Jónasdóttir Regína Huld Guðbjarnadóttir Róbert Smári Gunnarsson Sigurður Hauksson Tryggvi Björn Guðbjörnsson Veronica Líf Þórðardóttir Viktoría Kr Guðbjartsdóttir Viktoría Líf Ingibergsdóttir Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú líður að alþingiskosningum og megum við unga fólkið ekki láta það fram hjá okkur fara. Í alþingiskosningunum árið 2017 var kjörsókn fólks á aldrinum 18 til 40 ára aðeins 70%, en hjá öðrum aldurshópum fór kjörsókn yfir 90%. Við teljum það ekki vera gott þar sem okkar skoðun þarf líka að heyrast. Það þarf að taka mið af breyttum aðstæðum og ræða málefni sem við unga fólkið tölum fyrir. Öflugri málsvara fyrir unga fólkið er vart hægt að finna en ungliðann sjálfan, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherrann okkar er eini oddvitinn af öllum oddvitum tíu flokkana sem eru í framboði í Norðvesturkjördæmi sem er „ungur frambjóðandi“ samkvæmt skilgreiningum stjórnmálaflokkana. Þó ung sé að aldri þá býr Þórdís Kolbrún yfir mikilli reynslu og metnaði. Árið 2017 var hún skipuð ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra aðeins 29 ára gömul. Hún var þá næst yngsti ráðherra Íslandssögunnar og yngsta konan sem gegnt hafði ráðherra embætti á Íslandi á þeim tíma. Árið 2018 bauð hún sig fram til varaformanns stærsta stjórnmálaflokks landsins og hefur síðan þá gegnt þeirri stöðu með miklum dugnaði og drifkrafti. Árið 2019 tók hún við sem dómsmálaráðherra til viðbótar tímabundið. Heyrðust þá háværar raddir að svona ung kona gæti nú ekki ráðið við þetta allt. Ráðherrann með langa nafnið ætti ekki að hafa svona marga málaflokka undir sig. En eins og við vitum öll þá gerði hún það með miklum glæsibrag og sýndi okkur öllum að ungar konur geta líka borið ábyrgð á mörgum málaflokkum, rétt eins allir miðaldra karlarnir sem á undan henni höfðu gert það sama. Árið 2020 varð samdráttur í ferðaþjónustu og lá mikið á herðum sjálfum ferðamálaráðherra, enda var mikil óvissa í öllum geiranum. Vegna réttra aðgerða náði atvinnulífið og stjórnvöld að standa af sér storminn í sameiningu með prýði. Árið 2021 talaði hún mikið fyrir frelsinu og að gæta meðalhófs. Enginn þingmaður stjórnarandstöðunnar tók það hlutverk að sér að veita viðnám þegar settar voru á reglur um höft, svo að hún gerði það sjálf í eigin ríkisstjórn ásamt öðrum ungliða henni Áslaugu Örnu, dómsmálaráðherra. Í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi situr ungliðinn Sigríður Elín Sigurðardóttir. Samkvæmt nýlegum skoðunarkönnunum yrði hún fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og á hún því möguleika á að verða yngsti varaþingmaður Íslandssögunnar. Það yrði því meiri háttar að ná að halda henni þar og gefa unga fólkinu enn sterkara umboð til að láta rödd okkar heyrast. Við hér að neðan erum ungt fólk í Norðvesturkjördæmi og við ætlum að treysta unga fólkinu fyrir okkar framtíð. Við skorum á þig að gera það líka. Við mætum á kjörstað og kjósum fulltrúa unga fólksins á þing. Tryggjum Þórdísi Kolbrúnu öfluga forystu, setjum X við D. Albert Hafsteinsson Anna Lind Særúnardóttir Anna Þóra Hannesdóttir Ásdís Elva Gränz Ásta María Búadóttir Bergþóra Ingþórsdóttir Bjarni Pétur Marel Jónasson Daníel Þór Heimisson Emil Robert Smith Emilía Ottesen Gréta María Halldórsdóttir Helgi Rafn Bergþórsson Ísak Máni Haukdal Sævarsson Jóel Þór Árnason Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir Magðalena Jónasdóttir Regína Huld Guðbjarnadóttir Róbert Smári Gunnarsson Sigurður Hauksson Tryggvi Björn Guðbjörnsson Veronica Líf Þórðardóttir Viktoría Kr Guðbjartsdóttir Viktoría Líf Ingibergsdóttir Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun